Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2008 | 20:04
Ísilagt Eyrarvatn
Jú, föstudagskvöldið er liðið. Eins janúar, febrúar og mars.
Skólamót var frábært. Góður andi í hópnum, yndislegt að vera með vinum sínum, hlægja og grínast. Átti yndislegar stundir úti á ísilögðu Eyrarvatni. Horfði á fjöllin í kring, litlu krúttlegu bústaðina í fjarska og vini mína tiplandi í kringum mig. Hilmar og félagar dunduðu sér við að gata rúmlega 25 sentimetra ísinn. Klöngruðust svo með stóra íshellu upp í fjöru, þvílíkt afrek strákar!
Catan var spilað af miklum móð og rústaði ég Benjamín í póker. Upplifði trylltasta kvöldmatinn minn hingað til á fimmtudeginum. Kristjana stóð sig frábærlega í að auka samheldni innan félagsins með hópsöng og fleiru, Gylfi var heltekinn af smelluparketi, Kristín var sjúklega-uppáþrengjandi-fyndin við að trufla alla þá sem reyndu að stjórna matartímanum og Helga Sif sannfærði litla sál um að hún væri í raun óskaplega hrifin af trúðum. Perla, snilldar leikur!
Súkkulaðieggin mín síðan á páskunum bíða mín sum enn hér á skrifborðinu.... "..borðaðu mig, borðaðu mig...". Tja.´
Vinkona mín hefur eignast litla sál á priki. Minnir mig á alla litlu fuglana sem að ég hef átt í gegnum tíðina. Minningar af litlum krúttum, sitjandi á vísifingri manns eða á öxlinni....Yndiiiislegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 23:32
Föstudagskvöld...
Tíminn flýgur. Bráðum er ég búin að vinna í tvo mánuði í Aðalskoðun. Eftir sex mánuði verður sumarið búið og ég á leið í háskóla. Fór á Háskóladaginn síðustu helgi með Hilmari. Ég skoðaði ýmislegt, þ.á.m. íslenskudeildina, lögfræði og sögu. Eftir að hafa skoðað það sem mér fannst áhugavert, fór ég niður á neðri hæðina þar sem ég gat með góðri samvisku afþakkað raungreinabæklinga. Þar fann ég Hilmar á spjalli við hrekkjóttan vísindamann. Ég er strax farin að hlakka til að byrja í skólanum í haust. Mér leiðist alls ekki vinnan, er bara farin að sakna þess að læra eitthvað af viti, þessi síðasta önn í Flensborg var bara djók.
Fór og hvatti Flensborg áfram í Morfís síðasta föstudagskvöld. Mótherjarnir voru úr Breiðholtinu. Rosalega var ég stolt af Stenna og hinum krökkunum að taka þetta!, hlakka mikið til að sjá Flensborg mæta MR í undanúrslitum Morfís. Frændi stóð sig gífurlega vel í Gettu betur, en Akureyri hafði betur í það skiptið.
Í gærkvöldið varð ég svo formlegur félagi í KFUM&KFUK á Íslandi. Yndislegt kvöld með góðum vinum og gómsætum mat. Hlátrasköllin glumdu og bros var á hverju andliti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2008 | 19:16
Knús fyrir hjartað!
Hjartað mitt hoppaði af gleði áðan! Ég heyrði upphafslag "Raggy dolls" á myspace síðunni hennar Kristjönu og hvarf aftur til yndislegra minninga. Þá varð ekki aftur snúið og ég rifjaði upp fleiri yndislegar minningar..... njótið vel!
Raggy dolls/ ??
http://www.youtube.com/watch?v=vrDiW00__C4
Franklín
http://www.youtube.com/watch?v=-Zf8t-uAzhk&feature=related
Babar
http://www.youtube.com/watch?v=6X-qB7onHJM
Doddi
http://www.youtube.com/watch?v=zjc8Iq2JuEY&feature=related
Pósturinn Páll
http://www.youtube.com/watch?v=dOd8SjGZie0
Barbapabbi
http://www.youtube.com/watch?v=MUjpNdOBImc
Þetta var það sem ég fann í bili. Leitaði af Völundi, og þættinum með bangsanum, vísindamanninum og lirfunni sem að breytist seinna í fallegt fiðrilidi. Hjálp?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 20:03
Þrjár vikur.
Lífið gengur annars bara sinn vanagang. OÁM mjakast áfram, hlakka til að sjá blaðið komið í umbrot. Frændi keppir í Gettu Betur á móti MA, hlakka til að sjá það. Gettu betur og Morfís er eitthvað sem ég vil ekki missa af. Árshátíð KSS verður svo 1. mars. Ég er tilbúin með kjólinn, það verður enginn hausverkur í ár, og ef að allt gengur upp verður hún Ólöf Sunna mín búin að setja fallegar krullur á kollinn minn. ;)
Ég sakna dálítið Flensborgar. Hanga og fíflast með Perlu, sitja í mis skemmtilegum tímum, spjalla við krakkana og suma kennarana.... Ég fæ þá allavega að spjalla við skoðunarmennina í hádeginu, (sem margir þekkja afa minn), og spjalla við viðskiptavinina. Fólk, drífið ykkur nú að koma með bílinn í skoðun!!
Annars er Hilmar sætastur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2008 | 13:26
Vinna..
Nú er bara að halda áfram að læra og verða jafn klár!
Ég er búin að fá hinar ýmsu spurningar um vinnuna mína. Mjög margir halda að nú vinni ég á sóðalegu bílaverkstæði, ekki snyrtilegri skoðunarstöð fyrir bíla. Vinnan mín felst í að taka á móti viðskiptavinum, afgreiða þá (og leysa úr málum eins og eigendaskiptum, númeramálum, förgun bifreiða......). Stundum kem ég til að vakta símann. Þá er ég að finna tima fyrir viðskiptavini í skoðun, gefa ýmsar upplýsingar sem fólk þar á að halda og er svo líka að vinna ýmsa pappírsvinnu.
Annars fór ég á 10.bekkjar reunion í gærkvöldi. Árgangurinn minn úr Lækjarskóla, sem taldi um 50 manns, hittist á A. Hansen og spjallaði saman fram eftir kvöldi. Mjög gaman að hitta alla krakkana aftur. Suma hefur maður séð reglulega í gegnum menntaskólann, aðra bara bregða fyrir og suma bara aldrei.
Margir höfðu ekkert breyst, aðra þekkti ég varla. Fólk er misjafnlega statt í lífinu, ein meira að segja komin í háskóla. Vona að það verði meira um svona hittinga í framtíðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 23:49
Mæðgurnar
Hilmar Jónsson, kærastinn minn, sagði einu sinni við mig: "Lára, það eru til tvær gerðir af fólki. Fólk sem segir að núll sé tala, og fólk sem vill meina að það sé ekki tala". Þessi speki náði að skjóta rótum í Hlíðinni í sumar, endaði aftan á leynivinakorti. Jú, þetta er eflaust eitthvað sem fólk getur deilt um lengi, eftir áhuga, og Benjamín vinur minn á örugglega góð rök fyrir.
Ég vil aftur á móti segja þetta öðruvísi. Til eru tvær gerðir af fólki. Fólk sem elskar Mæðgurnar, eða Gilmore girls....og þeir sem þola þær ekki. Mörgum stundum hef ég eytt í að reyna að sannfæra Perlu mína og hann Arnór um að Lorelai og Rory séu yndislegar, ekki bara síblaðrandi mæðgur sem borði skyndibitafæði dag hvern, húktar á kaffi. Ég hef alist upp með þeim. Dvalið tímunum saman fyrir framan sjónvarpið þar sem RÚV sýndi þær í mörg ár. Seinna náði ég mér í þættina og horfi nú á þá í tölvunni. Enskuskilningur minn hefur aukist til muna við að horfa/hlusta á þættina, og ekki spillir þá magnið af talaða málinu. Ég elska þessa þætti, þið getið ekki breytt því krúttin mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 16:55
Vinna, vinna og vinna GB!
Árið hefur bara tekið ágætlega á móti mér. Ég lá lasin fyrstu vikuna og var frekar ræfilsleg. Núna er ég hins vegar mun hressari og tek lífinu bara með ró. Nýju ári fylgja ný fyrirheit hjá mörgum. Ekki ætla ég mér nú að setja mér áramótaheit, heldur bara vinna í hinum og þessum málum í rólegheitunum. Er maður ekki alltaf að reyna að gera betur?
Eins og mér finnst nýja vinnan notaleg, finnst mér líka pínu skrýtið að vera búin með stúdentsprófið. Ég kastaði mér alveg á stundatöfluna hans Hilmars úr FB og hélt fyrirlestur um hana yfir honum. Sakna þess að fá ekki mína eigin til að pæla í. Þó var þetta alveg komið nóg. Ekki það að mér finnist leiðinlegt í skólanum, heldur var þetta bara orðið pínu þreytt í Flensborg. Ég kvíði Háskólanum alls ekki, það verður stuð þegar þar að kemur.
Í kvöld ætla ég upp í útvarps/sjónvarpshús og horfa á útvarpsútgáfuna af Gettu Betur, þar sem Flensborg og Kvennaskólinn í Reykjavík eigast við. Vinur minn hann Þorsteinn 42 er í liði Flensborgar. Á fimmtudaginn verð ég þar aftur þegar Fjölbrautarskóli Suðurlands rústar einhverju sveitaliði. Sigurður Rúnar frændi minn er sterkur þar. Kannski að maður ætti að fara að koma sér upp klappstýrudúskum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 15:24
Nýtt ár, 2008.
Fjórði dagur árssins 2008 kominn og ég hef nánast bara sofið á þessu ári. Er búin að vera með einhver leiðindi í hálsinum frá því seint á síðasta ári, fékk svo sýklalyf á gamlársdagsmorgun. Hef samt aðeins verið að fikra mig út í ferska loftið, fór í langan bíltúr með Hilmari og já..
Dálítið svekkjandi að eiga að byrja í fyrstu "alvöru" vinnunni sinni 2. janúar, en tilkynna veikindi fyrstu þrjá dagana. Helginni verður eytt í notalegheitum uppi í Ölveri á Nýársnámskeiði KSS, og svo kem ég bara sterk inn á mánudaginn.
Annars voru jólin bara mjög fín. Notalegt að fá loksins að sofa út og borða smá meiri óhollustu en venjulega. Útskriftardagurinn heppnaðist allur mjög vel og er ég sátt. Gaman að setja upp hvítu húfuna og vera ýkt sæt og fín! Gestirnir virtust líka saddir og sælir.
Við fjölskyldan settum persónulegt met á aðfangadag, þegar við fengum sæti NIÐRI í Fríkirkjunni í HFJ. Síðustu jól höfum við annaðhvort staðið eða setið mjög þröngt uppi á kirkjuloftinu, þrátt fyrir að koma rúmlega hálftíma fyrir jólaguðsþjónustuna. Alltaf finnst mér samt jafn notalegt að koma í Fríkirkjuna. Eitthvað hef ég verið þreytt á aðfangadagskvöld.. Ég lagðist aðeins upp í rúm eftir matinn og sofnaði. Litla systir var samt ekki lengi að kippa mér úr draumaheiminum, opnun pakkanna var muuuun mikilvægari!.
Lára stúdent!
Nýárnámskeið í fyrra. Mér var svo kalt á tánum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2007 | 22:34
Jólin koma, jólin koma....
Vona að fallegu boðskortin mín hafi lifað af storminn mikla á föstudaginn.
Ég hef nokkrum sinnum fengið spurninguna, "Já, ertu ekki farin að hlakka til að útskrifast?" undanfarið. Jú, þetta verður örugglega gaman. Ég vil bara fyrst hugsa um allt sem þarf að gerast í vikunni. Ætla samt að brosa hringinn þegar þar að kemur, hlakka til í laumi þangað til.
Ætla samt klárlega ekki að detta á nýju, svörtu hælaskónum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 17:08
Stormasamur úrgangur
Eftir einhverja áratugi verður snjór ekki lengur jólaveðrið, heldur brjálað rok og rigning. Er ég svona gleymin, eða hefur verið sérstaklega vont veður í fyrra og svo nú í ár? Von er á þriðja storminum í fyrramálið. Þegar ég lá og var að reyna að sofna í rokinu í gærkvöldi, velti ég jólaskreytingunum fyrir mér. Haldast þær allar upp í þessum látum?
Ég las mjög bitra grein við einhvern mann í 24 stundum í gær. Hann fór hörðum orðum um þá sem skötu eta, þetta ætti ekki að mega elda í fjölbýlishúsum. Þetta sérviskufólk ætti bara að borga úrganginn sinn langt frá mannabyggðum. Jú, oft geta skapast deilur yfir hinu og þessu í svona fjölbýlishúsum, það veit ég. Ég er mjög fegin að enginn í blokkinni minni virðist halda upp á þennan "úrgangs" sið, a.m.k. ekki heima hjá sér.
Skólastjórinn er búinn að gefa grænt ljós á útskrift.
Veislan að komast á hreint og jólin eru þarna einhvernsstaðar líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar