Færsluflokkur: Bloggar

Slabb, ullabjakk!

Ég þurfti að taka á öllu mínu til að fara framúr rúminu mínu í morgun. Tilhugsunin um daginn sem beið mín var jafnast ekki á við hlýja sængina og svefn. En já, hvað gerir maður ekki fyrir þennan skóla? Ég dreif mig framúr og dreif mig af stað ásamt systkinum mínum.Woundering

Hálkan mætti mér strax á tröppunum og slabbið tók við á gangstéttinni. Eftir 100 metra var ég alvarlega að pæla í að gefast upp á deginum og labba aftur heim. Eftir mjög blauta, kalda og dimma 20 mínútna leið uppí Flensborg, tók við félagsfræði sem bauð ekki upp á neina skemmtun frekar en venjulega . Jú, píptest sjúkrapróf tók við í öðrum tíma en þar var Tinna Pálma reyndar mætt og eftir leikfimina skelltum við okkur í bakaríið. Eftir að hafa svo labbað aftur heim eftir skólann sit ég núna inn í herbergi að læra fyrir söguprófið sem er á morgun. Kertaljós og bleik notaleg sería skapa þægilegt andrúmsloft og ég hef það bara notalegt.Wink

Ég er ekki frá því að jólin ætli að koma snemma hjá mér í ár. Jólavinnan er komin í hús og allar jólagjafir sem fara frá okkur til útlanda eru farnar og það án þess að krónu væri eytt í sendingarkostnað. Hugmyndir af jólagjöfum eru margar hverjar að taka á sig góða mynd og jólaskapið kemur smátt og smátt. Þetta verður gaman....Grin


Snjóhús?

Það er alveg ótrúlegt hvað dagarnir brosa misjafnlega við manni. Stundum er eins og allt sé á hvolfi.
Maður sefur aðeins of lengi, ruglast og fer í sokkana öfuga og mislita og er kannski þreyttur og úrillur fyrstu tímana. Aftur á móti mætir manni ef til vill brosandi Perla í matsalnum með líflegar samræður og smá saman tekur hláturinn völdin. Wink  
Ég vil ekki fara úr Flensborg. Ég skemmti mér vel í góðra vina hópi og finnst svo gaman að læra. Þrátt fyrir leiðinlega daga af og til og einstaka neikvæðar sálir eru menntaskólaárin alveg að gera sig. Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla ekki að yfirgefa Flensborg í vor, í fyrsta lagi jólin 2007......jibbí!

Allsstaðar mæta manni margra mannhæðaháir skaflar. Úr lofti gætu þetta virst vera snjóhús og einhverjir úglendingar gætu haldið að við byggjum í raun í snjóhúsum. Hver ætlar að taka það að sér að fjarlægja þetta til að fyrirbyggja misskilning? Woundering

Eyddi 20 mínútna frímínútunum með Guðnýju, Stefáni og Róberti. Róbert gerði mig alveg ruglaða með spilagöldrum og Stefán, einhverfi drengurinn sem Róbert veitir félagsskap í frímínútum fékk mig til að brosa og þakka fyrir það hversu fjölbreytt fólkið í þessum heimi er.
Var svo búin hálf 12 en skrapp með pabba á KFC í hádeginu eftir að við höfðum lagt leið okkar í Fjarðarkaup og spjallað í dágóða stund við tvo gamla frændur. Heilinn minn alveg á milljón að reyna að muna nöfnin á þessum heiðursmönnum en allt kom fyrir ekki. Þeir brostu út-að-eyrum og fannst æði að spjalla við okkur. 




Snjórinn kominn.

Snjórinn troðinn í náttbuxum, úlpu, vettlingum og með trefil. Bylurinn blindar alla sýn og móðan er komin til að vera á gleraugunum. Fyrsti gír, síðan strax í annan og þriðja.....og bílinn þokast upp brekkuna, hægt og rólega. 

Umferðin fór úr skorðum í Reykjavík og nágrenni um helgina þegar snjórinn hellti sér yfir borgina af öllu afli. Skafarar gerðu sitt besta til að laga þetta ástand en nokkrir ungir bílstjórar nýttu tækifærið og eyddu deginum í snjótorfæru. Wink




Flutt hingað!

Heyrðu, haldið þið að hitt bloggið mitt á blogspot.com hafi ekki bara eyðilagst!
Var nú ekki alveg sátt, líkaði svo vel við það.

En já, ætla bara að sjá hvort að þessi færsla fari inn.
Sjáumst!
Lára og Hilmar á árshátíð KSS 2005 svarthvít


« Fyrri síða

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband