12.1.2007 | 19:29
Á kafi í snjó
Ein vika liðin af skólanum og ég skemmti mér vel. Sálfræðitímar þar sem Guðmunda sálfræðikennari biður Perlu vinsamlegast að þegja, jarðfræðitímar með Baldri sem þykir greinilega mjöög vænt um okkur Perlu, stjórnmálafræðitímar þar sem ég er ekki búin að læra neitt í, íslenskutímar þar sem fyrrverandi kona Magna kennir og stærðfræðitímar sem ég botna ekki neitt í. Skemmtilegur skápanágranni brunar ekki lengur um á vespunni sinni vegna veðurs og ég er búin að skipta um umsjónarkennara. Vona að Tamara móðgist ekki.
Ég er búin að sitja í ritnefnd Okkar á Milli núna í vetur, en það er blað sem að KSS reynir að gefa út árlega. Við erum fjórar stelpur í nefndinni og svo Hilmar. Blaðið kemur út í 11.000 eintökum núna 10 febrúar og ætlum við að dreifa því í hús. Það verður mikið verk, en það verður yndislegt að sjá blaðið skjótast inn um blaðalúgurnar og verða lesið í mööörgum eintökum.
Já, á meðan ég man. Kommentakerfið hérna er flókið og veit ég að fólk hefur verið að kommenta hér og það hefur ekki komist til skila. Þið sem kíkjið hingað, endilega reynið samt að kommenta. Það er svo gaman að vita af ykkur!
Ég er búin að sitja í ritnefnd Okkar á Milli núna í vetur, en það er blað sem að KSS reynir að gefa út árlega. Við erum fjórar stelpur í nefndinni og svo Hilmar. Blaðið kemur út í 11.000 eintökum núna 10 febrúar og ætlum við að dreifa því í hús. Það verður mikið verk, en það verður yndislegt að sjá blaðið skjótast inn um blaðalúgurnar og verða lesið í mööörgum eintökum.
Já, á meðan ég man. Kommentakerfið hérna er flókið og veit ég að fólk hefur verið að kommenta hér og það hefur ekki komist til skila. Þið sem kíkjið hingað, endilega reynið samt að kommenta. Það er svo gaman að vita af ykkur!
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.