14.2.2007 | 23:58
Á vit ævintýranna...
You'll be in my heart
Said you'll be in my heart
From this day on
Now and forever more...
you'll be in my heart
No matter what they say
you'll be right here in my heart always
Always! always, always....
( You´ll be in my heart - Tarzan)
Dagarnir ganga bara sinn vanagang. Mér líður vel. Ég skemmti mér svo vel í skólanum, er bara að hugsa um að yfirgefa hann aldrei, haha... Gaman að grípa í smá vinnu af og til, smá aukapeningur. Var samt að kynna eitthvað heilsufæði um daginn og mátti velja að kynna tvo rétti af fjórum. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að snerta á gráu rækjunum sem lágu þarna og gerðu heiðarlega tilraun til að vera girnilegar, en í staðinn bauð í viðskiptavinunum upp á girnilegan kjúkling og arabískan kalkún. Í búðinni voru tvö bekkjarsystkini úr 10-AKM bekknum í Lækjarskóla að vinna, gaman að fá tækifæri til að spjalla við þau.
Okkar á milli, blað KSS kom út um daginn. Það var ótrúlega gaman að sjá alla vinnuna sem lögð hefur verið í blaðið streyma út af Holtaveginum og vita af þeim í höndum þúsunda unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta blað kostaði blóð, svita og tár...en ég er sátt, það ER fallegt!
Núna um helgina flaug hann Benjamín langt út á hjara veraldar, til LA í Bandaríkjunum. Þar ætlar hann að dvelja ásamt fjölskyldu sinni í einhverja daga. Býst við því að hann muni dvelja allnokkrum tíma í Disney landi, en það er víst þarna nálægt. Spurning hvort að hann muni breytast í Mikka mús þarna úti og koma líka ýkt brúnn heim?
Ævintýrin bíða rétt handan við hornið. Á ég að kasta mér fram af, láta þau grípa mig og skemmta mér? Læra nýtt tungumál, kynnast nýju fólki, þroskast, verða brún, labba á ströndinni, vinna í öðru landi, borða jarðaber úti í sólinni, týna epli af trjánum, fyllast örvæntingu í brjáluðum tívolítækjum .....og sakna Íslands?
-Lára Halla.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kem alveg ýkt brúnn heim allavega... gæti jafnvel orðið líka e-ð líkari Mikka mús . Erfitt val annars sem þú stendur frammi fyrir, gætir prufað að skrifa niður kosti og galla valkostanna og athugað hvort að það hjálpi . Sjáumst seinna...
Benjamín Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.