27.2.2007 | 14:05
Lifandi vax?
Tíminn flýgur svo sannarlega áfram. Ég skil ekkert í þessu. Á fimmtudag er kominn mars og sumarið er bara rétt handan við hornið. Ég er búin að sækja um vinnu í Vindáshlíð og á leikjanámskeiðum KFUM&K. Fjölskylduferð til Kaupmannahafnar í ágúst og áður en ég veit af rennur sá dagur í desember upp þegar ég verð stúdent!
Á föstudaginn lagði ég leið mína á Safnanótt í góðra vina hópi. Við fórum á sögusýninguna í Perlunni þar sem maður kynnist sögu Íslands í gegnum vaxmyndasýningu. Leikari sem féll alveg inn í eina leikmyndina hræddi næstum úr mér líftóruna og fór ég með hjartað í buxunum niður Laugarveginn og á Þjóðminjasafnið. Þar hittum við fleiri KSS´inga og skoðuðum þetta frábæra og flotta safn. Ótrúlega gaman að gera einu sinni eitthvað annað en kíkja í bíó eða annað.
Síðastliðinn mánuðinn hef ég verið að vinna hjá Fagkynningu. Starf mitt felst í því að bjóða fólki að smakka ákveðna vöru og sannfæra það um það varan eigi heima í innkaupakörfunni þeirra. Þetta er bara hin ágætasta vinna og gaman að spjalla við fólkið í búðunum. Starfsmaður Bónus í Hafnarfirði heilsar mér með setningum eins og "Ég hélt að þú værir bara hætt að elska mig" og "Hvenær kemur heim elskan?". Hann er ágætur.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey beibí:) Fínasta blogg hjá þér skvísan mín! Og vááá hvað ég hló af þér þegar þú misstir þig vegna lifandi vaxgaursins....Ekkert nema flinf!
En já við vorum nú aldeilis menningarleg að skella okkur á þessa blessuðu safnanótt, endurtökum þetta á næsta ári, engin spörning!
Hlakka svooo til að vinna með þér á leikjó og í Vindó í sumar, ég er nánast farin að telja niður dagana. Vona að við lendum eitthvað saman amk!
Þykir ýkt vænt um þig, múffan mín, remember-remember!
Perla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning