Lífið

Fjögurra og fimm ára gömul barðist ég af öllum lífs og sálar kröftum fyrir því að þurfa ekki að eyða deginum á gæsluvelli hverfissins. Á veturna dvaldi ég á leikskólanum Álfabergi þar til ég arkaði einn fagran haustdag niður í Lækjarskóla með kassatöskuna mína og stillti mér upp í röðina sem merkt var 101. Árin liðu og þekkingin síast smá saman inn. Sumrin liðu með endalausum handahlaupum og fimleikaæfingum úti í garði, ásamt einni krónu og dimmalimm. Mikið var maður orðinn stór þegar sá dagur rann upp að árgangurinn hélt af stað í skólabúðir í heila viku. Draugagangur, kossaleikir og kvöldvökur lifa í minningunni. Sorgin barði harkalega að dyrum eftir 8.bekk, en lífið hélt áfram.
Rómeó og Júlía í 10.bekk og Landsvirkjun allt sumarið á eftir. Ástin lá einnig í loftinu um sumarið og fyllti hjartað af gleði og magann af fiðrildum. KSS fundirnir og krakkarnir stóðu fyrir sínu. Ferð út á enda Evrópu ásamt fjórhjólatofæru situr fast í minningunni.....



 child_towell

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg skrif hjá þér Láran mín  Þér fer stöðugt fram í ritstörfunum. Ætli það sé ritnefndin sem er að hafa þessi áhrif.
Lífið getur verið svei mér þá erfitt engillinn minn, en þá er um að gera að muna eftir Jesú, og öllu því góða í heiminum.
Heyrðu, og líka það ég átti alltaf eftir að þakka þér fyrir að draga mig áfram í KSS fund eftir fund. Nú get ég ekki verið ánægðari að þú gerðir það!
Mundu hvað mér þykir vænt um þig og sofðu vel
Loves Pí Emm

Perlírerl (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband