22.3.2007 | 23:06
Blásið um koll?
Þegar ég var minni dvaldi ég stundum viku og viku með fjölskyldunni í sumarbústað. Eitt kvöldið var vont veður, rok og rigning sem að buldi á þakinu. Ég sem hef og hafði allt mitt líf búið í blokk, var mjög hrædd og fannst eins og óveðrið væri í þann veginn að blása húsinu um koll og klófesta mig. Pabbi settist hjá mér og sagði mér frá því hvað honum liði alltaf vel þegar hann heyrði hljóðið í rigningunni á þakinu. Þetta gat ég ómögulega skilið. "Jú Lára", sagði hann, "þegar ég var strákur bjó ég í húsi þar sem ég heyrði þetta hljóð alltaf þegar það var rigning og vont veður. Mér finnst alltaf svo notalegt að heyra það, og vita að ég er inn í hlýjunni, óhultur frá vonda veðrinu."
Ég skildi það ekki þá, en skil það núna og finnst mjög notalegt að kúra mig undir sæng í svona veðri, hlusta á vonda veðrið og horfa á góða mynd.
Um síðustu helgi var ég að kynna. Ég bauð viðskiptavinunum upp á ofurlítil páskaegg að smakka, rétti þeim eitt og eitt með matskeið. Ég gaf mig sérstaklega að litlu börnunum sem sátu í gulu kerrunum, rétti fram skeiðina til að setja í lófann þeirra. Þau opnuðu aftur á móti bara munninn, tilbúin í súkkulaðið. Eitt og eitt greip í skeiðina til að skella upp í sig. Börn eru yndisleg.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er svo sannarlega gott að geta verið inni, óhultur frá þessu roki sem var í gær ... og ég get algjörlega tekið undir það hjá þér að börn eru yndisleg
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 23.3.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.