1.5.2007 | 02:10
Maí.
Um daginn sat ég inni á bókasafni Flensborgarskóla og spjallaði við kunningja af náttúrufræðibraut. Hann efaðist eitthvað um gagnsemi félagsfræðabrautarinnar sem að ég lýk við um jólin, náttúrufræðibrautin byði upp á svo miklu fleiri möguleika í lífinu. Þá sagði ég að mér væri í raun sama, ég hefði fullt af möguleikum, möguleikum á því að gera það sem að ég VILDI gera..... Þetta líf getur verið svo óhugnalega stutt, afhverju ekki að gera það sem mann langar til að gera, í stað þess að hugsa alltaf um framtíðina og hvað henti henni langbest? Þá sagði hann; nú skil ég afhverju þú ert á félagsfræðibraut.
Önnin hjá mér núna var sannkallað letilíf. Fjórir áfangar eru ekki neitt. Ég naut þess í botn. Rosaleg breyting frá því sem ég hef verið að gera áður, en soldið leiðinlegt að horfa á vini sína vera að drukkna í skólanum. Núna þegar sumarið er komið, önninni að ljúka og ég sit og horfi til baka held ég að það sé alveg ljóst að ég valdi nákvæmlega réttu önnina til að slappa af. Eða var það ég sem valdi?
Um daginn var ég pínd til að synda hálfan kílómeter. Mér leið samt svo vel í hjartanu eftirá.
Hugsa að ég fari að gera meira af þessu. Maí.......
Næstu daga ætla ég að gera ýmislegt. Ég ætla að klára smá verkefni, læra fyrir stjörnufræðipróf sem er á föstudag, þvo þvott, spila smá TTD inná milli, flétta litlu systur, sýna væntumþykju....
Ég er með ýmis plön fyrir maímánuð, en ég klára seinna prófið 10 maí. Þetta verður ágætt.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey TTD er algjör snilld. ég þarf að sýna þér lestarkerfið mitt, það er töff :P hlakka til að sjá þig og gangi þér vel í prófunum
Arnór (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.