Road trip

Þaut upp í Skóg seint í gærkvöldi. Þriggja mann road trip, snakk, kók og bók með dönskum smásögum. Geri aðrir betur. Komum Arnóri á óvart þar sem hann var að svæfa slatta af ungum drengjum á TTT móti ásamt Arnari og Bínó og spjölluðum fram á nótt inn í eldhúsi.

Nú bíður stjórnamálafræði á skrifborðinu mínu. Þessi bók skorar ekki hátt hjá mér, og myndi ég taka hundruð bóka fram yfir hana, vantaði mig eitthvað til að drepa tímann. En ég ákvað að taka Pollýönnu á þetta og gera gott úr þessu. Ég ætla að nýta næstu daga, fram að prófinu sem er á fimmtudag, til að að fræðast um stjórnmál og kynna mér vel flokkana sem eru í framboði, stefnur þeirra og hverjir sitja í efstu sætunum. Jú, með þessu slæ ég tvær flugur í einu höggi. Læri það sem þarf fyrir prófið og veit eitthvað í minn haus þegar ég skunda á kjörstað næsta laugardag og kýs í Alþingiskosningum í fyrsta sinn.

Held að flestir kannist við það að hafa slæma tilfinningu fyrir einhverju. Stundum tekst manni að hrista það af sér, sannfærast um að það verði allt í lagi. Sumir finna jafnvel fyrir slæmri tilfinningu áður en eitthvað slæmt gerist. Tilviljun? Einhver leiðinda kvíði er búinn að vera að pirra mig síðustu vikur. Ég reyni að sannfæra sjálfa mig um að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af eða kvíða fyrir en það er einhver vond tilfinning sem að rígheldur sér í heilabúinu mínu. Woundering

Annars gengur lífið bara vel. Wink

- How beautiful a day can be when touched by kindness

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Halla Sigurðardóttir

Neee....ég er nú ekki alveg svo spræk. Ég fór á Spiderman á föstudagskvöldið, hélt að það hefði verið hætt við bíóið eftir KSS fundinn. En þar sem við höfðum öll farið á myndina kvöldið áður ákváðum við að skella okkur á smá road trip!

Ég reyni. :)

Lára Halla Sigurðardóttir, 6.5.2007 kl. 22:17

2 identicon

Já, kvíði er leiðinlegt fyrirbæri! Kannast mikið við hann! 

En Vatnaskógur er svo mikið æði! Pottþétt eini staðurinn sem að ég sakna við Ísland!

 En besta ráð við þessum kvíða er samt sem áður: let go and let God

Guð geymi þig sæta:-) 

Hjördís (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:41

3 identicon

Snillingar þið! Skella ykkur bara uppí Skóg, alveg meiriháttar. Hann hefur nú verið glaður strákurinn, það er ég viss um . Svo rústar þú þessu prófi á fimmtudaginn! Er reyndar alveg sammála með að stjórnmálafræði heillar mig ekki baun... hehe, en þá er um að gera að smella bara einni jákvæðni á'etta og keyra þetta í gegn. Kvíðinn er eitthvað sem þú ættir að leyfa Guði að sjá um. Eins og Hjördís benti á: Let go and let God handle the rest

Anna Lilja (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband