9.5.2007 | 00:47
Sumarfrí
Skvamp! Klórblandað sundlaugarvatnið fyllti munn, augu, nef og gleraugu þegar stæltur strákur stakk sér af fullum krafti beint ofan í djúpu. Félagi minn tók undir hressa kveðju hans en ég hafði tekið niður gleraugun, pírði augun út í móðuna og þekkti ekki kauða. Seinna um kvöldið sá ég hann rölta framhjá heita pottinum og kannaðist þá við hann og veifaði. Fyndið hvað fólk breytist við að klippa síða hárið burt.
Ég elska sumarið á Íslandi. Svo yndislega björt og kyrrlát sumarkvöld. Köll frá krökkum í leik hleypa lífi í tilveruna. Sólin og skýin mynda listaverk á himnum og rómantíkin liggur í loftinu. Þegar ég var yngri var ég úti allan mest allan daginn á sumrin. Fullt af leikjum, uppgötvunum og fimleikum úti í garði. Loksins þegar maður fékkst inn á kvöldin lyktaði maður af grasgrænu og var brúnn upp fyrir haus. Sólin óhreinkar víst líka.
Rigningardögum eyddi maður í að lesa. Þaut í gegnum margar bækur á stuttum tíma. Hvert ævintýrið á fætur öðru. Maður lifði sig algjörlega inn í sögurnar. Eina vikuna, eftir lestur á Önnu í Grænhlíð og Sossu sólskinsbarn, voru fléttur aðalmálið. Ævintýraþráin tók völd eftir samfylgdina við fimmmenningana og Kíkí. Svo var það Harry Potter
.
Sumarfríið gengur í garð eftir einn og hálfan dag. Hjartað mitt fylltist af söknuði þegar ég uppgötvaði að það yrði enginn skóli í þrjá og hálfan mánuð. Ég er að fíla skólann í botn. Haustið kemur samt á endanum. Þangað til að ætla ég að njóta sumarsins í botn.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, ég læt mig hafa það að pósta athugasemd.
Aftur í sund? Ég er næstum til í að fara daglega í sumar.
kv. Hilmar.
Hilmar (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 04:12
Úff, lifðir þú það af góði? ;)
Já, þokkalega. Ég verð einhverntíma að ná upp í kílómetrann.
Lára Halla Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 12:17
Já... Hvað segirðu bara um í dag?
Hilmar (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:29
Hæ hæ og gleðilegt sumar
Gangi þér vel í prófinu á eftir...ég hlakka sko til þegar það er búið
Kveðja, Stefanía
Stefanía (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 06:27
af hverju er mér aldrei boðið með :(
ég elska sumar. er sólksinsbarn út í eitt
Arnór (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 00:27
Arnór, þú ert svo flottur. Maður fær bara minnimáttarkennd við hliðiná þér. ;)
Ég skal samt hringja í þig næst.
Lára Halla Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.