Kemur við sögu á hverjum degi.....

Lenti í sannkölluðu umferðaröngþeyti í gær. Við systkinin brugðum okkur í smá verslunarferð og ákváðum svo að leggja leið okkar niður í miðbæ Reykjavíkur til að líta risa prinsessuna augum. Við vissum ekki hvað á okkur stóð veðrið þegar við sátum föst í biðröð í margar mínútur. Sólin hitaði bílinn og ég fann sérstaklega til með strætóbílstjórunum sem að komust engan veginn leiðar sinnar. Smá saman mjökuðust við áfram og skyndilega sjáum við gríðarstóran mann, sofandi á gömlum strætó og hina fögru en gríðarstóru prinsessu spottakorn frá að fá sér fegrunarblund á Lækjartorgi. Litla systir mín hrökk í kút þegar fingur risans hreyfðust um þremur metrum frá bílnum og bringan fylgdi andardrættinum, upp-niður, upp-niður.....

Fylgdist með Eurovision í góðra vina hópi í gærkvöldi ásamt því að hoppa á trampólíni og borða grillaðar pylsur. Fann mér nokkur góð lög í keppninni til að halda með og hló mig máttlausa yfir þeim lélegu. Þegar kom að stigagjöfunni skemmti ég mér konunglega yfir  fyndnum nöfnum sem að stiga-kynnarnir frá löndum hétu. "Perla, hver heitir eiginlega BRUSSELS?". Blush

Fylgdist með kosningasjónvarpinu fram eftir nóttu ásamt því að spila tölvuleik. Stjórnin féll og reis upp á ný af og til eftir því sem að leið á nóttina. Um þrjúleytið var gert smá hlé og skotist niður í bæ. Á leiðinni útaf staðnum, með pítsukassann undir hendinni áttuðum við okkur á að það var búið að leggja fyrir okkur. Maður með kaskeyti á hausnum og símann við eyrað bograði yfir skottinu á pínulitlum og mjög svo krúttlegum bíl. Loks settist hann inn í bílinn. Ég fór út úr bílnum okkar, bankaði á rúðuna hjá honum og bauð honum hjálp. Að sjálfsögðu var þetta enginn annar en Ómar Ragnarsson sem afþakkaði pent og sagðist hafa lagað þetta með kexi. Jæja þá, sagði ég frekar hissa og settist aftur inn í bíl. Litli krúttlegi bílinn hrökk í gang, silaðist áfram, hægt en örugglega. Síðan þegar heim var komið var fyrsta viðtalið á skjánum við Ómar þar sem hann var að festa nýtt matarkex í vélina.
"Kexið frá Frón, kemur við sögu á hverjum degi...."

Áðan sat ég og sleikti sólina í heitum potti í Árbæjarsundlauginni. Á móti mér steig myndarlegur karlmaður upp úr pottinum og rölti yfir í annan heitari. Aldrei á ævi minni hef ég séð svona æpandi bleik sundföt....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.psychobabyonline.com/site/pics/533/33656/132417/184543/flower.jpg

Hérna eru ein bleikari. :)

Vantar þig ekki ný áður en þú ferð næst í sund með Arnóri?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:24

2 identicon

Við nánari athugun er ég samt ekki svo viss... :P

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:25

3 identicon

Nauh! heyrðu, ég sá þessa frétt um Ómar Ragnarsson! Snilld :P

Hey, þið verðið að fara aftur í sund svo við Arnór getum komið með ykkur og séð fólk í bleikum sundfötum

Flott blogg hjá þér Lára mín

Anna Elísa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:26

4 identicon

haha! ég sá líka þessa frétt. Algjör snilld að þú hafir verið þarna! þú ert krútt. ég hlakka til að fara næst í sund með þér! á morgun?

Arnór (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 02:14

5 identicon

Ég kem í sund á morgun!!

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband