18.5.2007 | 20:52
Hilmar, ertu nú alveg að ganga frá Láru?
Síðustu dagar hafa einkennst að óvenju mikilli hreyfingu. Sjö kílómetra ferðalag í sund á línuskautum, hundruð metra syntir í sundlaugum borgarinnar, hjólreiðaferð í gær og að sjálfsögðu rúst á persónulegu meti í píp-test. Hilmar fékk eitthvað hreyfingaræði og þar sem ég er komin í sumarfrí, hef ég fengið að kenna á því. Þess má reyndar geta að ég hef aldrei fengið harðsperrur eftir allt þetta púl....annað en sumir!
Eftir tíu kílómetra hjólatúr úr Fossvoginum í rigningu og roki, niður í miðbæ Reykjavíkur með smá djús-stoppi á Pizza Pronto, aftur til baka í Safamýrina og upp tugi þrepa stóð ég gjörsamlega á öndinni. Hilmar, ertu nú alveg að ganga frá Láru?, sagði Anna Elísa brosandi með mömmu sína glottandi fyrir aftan sig. Spurning með að fara að slappa af Hilmar?
Búin að fá einkunnir og er bara nokkuð sátt. Held bara að ég hafi uppskorið nákvæmlega eins og ég sáði, sumt betra en annað. Sérstaklega fannst mér gaman að horfa á 9´una mína í íslenskunni og ekki sakar að fá góða einkunn í leikfimi. En já, nú á ég eftir fimmtán einingar í framhaldsskóla. Það klára ég með léttum leik á næstu önn. Í haust verður hafist handa við að skapa nýtt Okkar á milli, blað KSS´inga og fékk ég það hlutverk að ritstýra blaðinu. Ég hlakka mikið til og trúi því að þetta verði hið fínasta blað. Ritnefndin sem er óðum að myndast stendur saman af frábæru fólki. Þetta verður æði!
Á morgun ætla ég svo að rifja upp hvernig á að bjarga mannslífum og ýmislegt annað nytsamlegt fyrir sumarstarfið.
Eftir tíu kílómetra hjólatúr úr Fossvoginum í rigningu og roki, niður í miðbæ Reykjavíkur með smá djús-stoppi á Pizza Pronto, aftur til baka í Safamýrina og upp tugi þrepa stóð ég gjörsamlega á öndinni. Hilmar, ertu nú alveg að ganga frá Láru?, sagði Anna Elísa brosandi með mömmu sína glottandi fyrir aftan sig. Spurning með að fara að slappa af Hilmar?
Búin að fá einkunnir og er bara nokkuð sátt. Held bara að ég hafi uppskorið nákvæmlega eins og ég sáði, sumt betra en annað. Sérstaklega fannst mér gaman að horfa á 9´una mína í íslenskunni og ekki sakar að fá góða einkunn í leikfimi. En já, nú á ég eftir fimmtán einingar í framhaldsskóla. Það klára ég með léttum leik á næstu önn. Í haust verður hafist handa við að skapa nýtt Okkar á milli, blað KSS´inga og fékk ég það hlutverk að ritstýra blaðinu. Ég hlakka mikið til og trúi því að þetta verði hið fínasta blað. Ritnefndin sem er óðum að myndast stendur saman af frábæru fólki. Þetta verður æði!
Á morgun ætla ég svo að rifja upp hvernig á að bjarga mannslífum og ýmislegt annað nytsamlegt fyrir sumarstarfið.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég neyddi þig ekki til neins þarna!
Hilmar (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.