Arnór

Strákurinn sem að strax frá unga aldri heillaði kvenþjóðina upp úr skónum með fyrirsetu í prjónablöðum. Maður heyrði tikkið í prjónunum langar leiðir þegar konur á öllum aldri kepptust við að framleiða peysur á drengi, sem að komust samt sem áður aldrei í hálfkvisti við kvennabósann í firðinum fagra. Rúmum tiu árum síðar stóðu þær aftur á öndinni þegar drengurinn kom fram í söngkeppni framhaldskólanna, svo geislandi af kynþokka að nokkrir unglingsdrengir rifu sig úr að ofan með stjörnur í augunum og öskraði drengur einn nafn hans svo mjög að hann missti nær röddina...

Arnóri man ég fyrst eftir úr Lækjarskóla. Þrátt fyrir að hafa dustað rykið af þessum árum í heilabúinu, rótað og leitað af minningum af honum, voru aðeins tvö heilakorn sem að voru samvinnuþýð. Í minningunni var hann alltaf í fylgd með rauðhærðri stúlku og gekk svo um með svarta skjalatösku í 10.bekk. Ætli þessi ljúfi og saklausi drengur hafi ekki bara fallið í skuggann af ólátabelgjunum sem að einkenndu árganginn hans í grunnskóla. Þegar ég lagði síðan leið mína á minn fyrsta KSS fund var hann sá fyrsti sem að heilsaði mér. Hress og glaður strákur sem að hefur eftir það leikið sér að því að fara yfir strikið hjá manni, láta mann roðna og fara hjá sér.

Í þessi fáu ár sem að ég þekkt Arnór hefur hann svo sannarlega reynst vinur í raun. Það er gaman að spjalla við hann, eyða tíma með honum og hann er alltaf tilbúinn að hlusta þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Þá pælir hann í vandamálunum, bendir manni skynsamlega á það sem að mætti fara betur en einnig á það sem að maður er að gera rétt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og vildi ég óska þess að allir ættu einn Arnór í lífi sínu. Allir ættu að hafa einhvern sem að lætur mann fá verk í magann af hlátri, roða í kinnarnar þegar skemmtilegi-öðruvísi hláturinn hans tekur völdin og einhvern sem að tæklar vandamálin með vinstri þegar þau herja á mann úr öllum áttum…

Í dag setur Arnór upp hvítu húfuna, kveður Kvennaskólann í Reykjavík og heldur út í lífið með góðan slatta af einingum í kollinum. Þrátt fyrir góðar einkunnir og kunnáttu í hinum ýmsu greinum held ég að besta veganestið sem að hann hefur með sér út í þennan harða heim sé heiðarleikinn, staðfestan, jákvæðnin, ákveðnin og kærleikinn sem hann hefur að bera. 

Hann stefnir Kennaraháskólann og er ég viss um að það mun verða honum gæfuspor í lífinu. Ég hlakka til að fylgjast með þessum kappa og því hvernig hann á eftir að feta sig í gegnum lífið. Þessa dagana valhoppar hann á bleikum skýjum með hjartað fullt af ást og umhyggju til ungrar stúlku í Safamýrinni. Vona ég að hann muni alla tíð ganga í gegnum lífið með hana sér við hlið og hafa Jesú Krist í lífi sínu.
Til hamingju með daginn Arnór, mér þykir vænt um þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æææææææjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!! hjartað hoppar í líkama mínum eins og lítill krakki. Eftir það bráðnar það, rífur sig svo aftur upp og hoppar meira! Þú ert krútt Lára Halla Sigurðardóttir! Takk kærlega fyrir falleg orð í minn garð og takk kærlega fyrir æðislega helgi!! Þú ert yndisleg.

Arnór (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband