30.5.2007 | 01:10
Faðmlag með hugskeyti
Hjartað mitt hoppaði af kátínu og brosti út í annað þegar ég fékk að máta stúdentshúfuna hans Arnórs á föstudaginn. Þrátt fyrir að kollurinn minn sé aðeins minni en hans mætti mér samt sem áður fögur sjón í speglinum. Ung stúlka með hvíta húfu brosti kankvíslega til mín með blik í augum, ung stúlka sem að hlakkar svo sannarlega til að útskrifast.
Fyrr um daginn kvaddi ég frænku mína sem að lét lífið langt fyrir aldur fram eftir stutta baráttu við krabbamein. Þegar ég sat þarna í kirkjunni og athöfnin leið áfram, kom staðreyndin eins og spark í magann á mér, lífið er virkilega stutt. Það rennur framhjá á augabragði. Ég sendi í huganum faðmlag til allra þeirra sem að mér þykir vænt um, kannski að það hafi skilað sér í brosi eða hlýju í hjarta?
Fyrr um daginn kvaddi ég frænku mína sem að lét lífið langt fyrir aldur fram eftir stutta baráttu við krabbamein. Þegar ég sat þarna í kirkjunni og athöfnin leið áfram, kom staðreyndin eins og spark í magann á mér, lífið er virkilega stutt. Það rennur framhjá á augabragði. Ég sendi í huganum faðmlag til allra þeirra sem að mér þykir vænt um, kannski að það hafi skilað sér í brosi eða hlýju í hjarta?
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.