3.6.2007 | 00:36
Hermenn í skóginum
Tuttugu fjörugir drengir ruku á ljóshraða í appelsínugul björgunarvesti, hlupu eftir bryggjunni og námu staðar rétt við bryggjuendann. Brúnhærð stúlka, vel-klædd frá toppi til táar, blotnaði í fæturnar þegar bryggjan tók að síga undan þunga drengjanna. Öldurnar voru eins og litlir sökkpallar þegar rauði gúmmíbáturinn brunaði eftir Eyrarvatni. Ljóshærður foringi stýrði honum af öryggi, en blotnaði frá toppi til táar á augabragði á meðan brúnhærða stúlkan skellihló með litlum, krúttlegum Hjallastúlkum.
Gegnum skóginn, eftir sandfjöru, gegnum ósinn blaut upp að mitti. Hljóp með hjartað í köldum og blautum buxunum framhjá kríuvarpi, eftir veginum og enn á ný í gegnum ískalt vatnið.... Allt á innan við hálftíma. Hlaupastingur breyttist á einni nóttu í harðsperrur og sársaukasvipur í sólskinsbros fullt af stolti!
Hræddur starrafugl reyndi aftur og aftur að komast í gegnum gluggann í íþróttahúsinu þrátt fyrir vinsamlega beiðni tveggja drengjaforingja um að nota dyrnar í staðinn. Veiddi hann með gulum efnisbút og sleppti honum út í frelsið þar sem hann valhoppaði í sólinni.
Laugardagsmorgun. Skógurinn fylltist af tæplega fjörtíu hermönnum með M-16 laser byssur. Barist var innan um trén, uppi á Birkiskála og gamla Laufið fékk hlutverk á ný þegar nokkrir hermenn lögðust þar til varnar í skotgrafir. Mikið rosalega var þetta gaman.
Vindáshlíð eftir rúma fjóra daga. Ætla svo sannarlega að njóta lífssins í bænum þangað til að ég fer í yndislegu vinnuna mína. Kom við þar á leiðinni úr Skóginum í kvöld, aaah.....
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey varst þú með hjallakrakkana í Vatnaskógi? Systir mín var þar, ýkt mikið krútt og fannst geggjað gaman!
Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:27
ÍÍÍÍk hvað ég get ekki beðið eftir að komast upp í Hlíð!
Vona innilega að sumarið eigi eftir að vera jafn geðveikt eins og það seinasta!
Verð nú að segja hve ég er stolt af þér að hafa farið Víðavangshlaupið, ég hef aldrei lagt í það þrátt fyrir íþróttaafrek mín í gegnum árin,,ehh
Já vá hvað hermannaleikurinn var skemmtilegur, M-16 eins og hann heitir víst!!
LOVES!
Perla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:58
Þessar stelpur voru allar svo mikil krútt, það var alveg met!
Já, þetta voru krakkar úr skóla Hjallastefnunnar.
Lára Halla Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 12:10
Þetta var SNILLD!!! Langar ýkt að gera svona aftur, nema kannski paintball næst
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 5.6.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.