17.7.2007 | 19:46
Ævintýri
Komin aftur í Hlíðina. Annar flokkurinn af tveimur búinn og mér líður eins og ég hafi komið hingað í gær. Samt er heill ævintýraflokkur runninn sitt skeið með sínum uppákomum. Þessi vika var ekki bara ævintýraleg fyrir stúlkurnar í flokknum, ég skemmti mér líka konunglega. Eitt kvöldið skelltum við okkur nokkrar upp í uppáhalds skóginn minn, rugluðum-hlógum og hoppuðum á trampólíni brosandi út að eyrum. Þarna tróð táfýla og svitalykt af tæpum hundruði drengja sér upp í nefið og söng-öskur þeirra á kvöldvökunni sendi puttana ósjálfrátt inn í eyrun.... Það var samt líka æði að hitta alla foringjana og spjalla smá.
Daginn eftir hélt ég aftur upp í skóg í fríinu mínu og skellti mér á seglbát með Hilmari svaðilfara. Benjamín bátaforingi sagðist sko ekki ætla að bjarga okkur ef að við lentum í Eyrarvatni, en minnti okkur vinsamlega á björgunarvestin. Við tróðum okkur ofan í eins manns bátinn og héldum út á öldurnar. Hilmar kunni á þetta allt saman, en ég vissi nú ekkert hvað ég var að fara út í. Öldurnar voru allsvakalegar þennan dag og skoppuðu okkur til og frá. Ég ríghélt með báðum í seglstöngina og rennblotnaði. Þarna vorum við, á eins manns seglbáti úti á Eyrarvatni í brjáluðum öldum og tárin fóru að blika í augunum... En allt er gott sem endar vel. Litla hrædda sálin gladdist að lokum og vinkaði Arnóri stolt sem að stóð keikur á bryggjunni.
Þegar við höfðum vinkað áttatíu ævintýrastelpum bless í gær héldum við fimm í Laxá. Þar tókum við okkur stöðu á c.a. fimm metra háum kletti, horfðum ofan í vatnið sem að virtist tæplega þriggja metra djúpt og fengum fiðring í hnén. Hjartað skalf örlítið en allar enduðum við í ískaldri ánni. Syntum um í kuldanum við hákarlasöng frá Kristjönu og forðuðum okkur frá skuggalegum skugga. Þetta var æði!
Daginn eftir hélt ég aftur upp í skóg í fríinu mínu og skellti mér á seglbát með Hilmari svaðilfara. Benjamín bátaforingi sagðist sko ekki ætla að bjarga okkur ef að við lentum í Eyrarvatni, en minnti okkur vinsamlega á björgunarvestin. Við tróðum okkur ofan í eins manns bátinn og héldum út á öldurnar. Hilmar kunni á þetta allt saman, en ég vissi nú ekkert hvað ég var að fara út í. Öldurnar voru allsvakalegar þennan dag og skoppuðu okkur til og frá. Ég ríghélt með báðum í seglstöngina og rennblotnaði. Þarna vorum við, á eins manns seglbáti úti á Eyrarvatni í brjáluðum öldum og tárin fóru að blika í augunum... En allt er gott sem endar vel. Litla hrædda sálin gladdist að lokum og vinkaði Arnóri stolt sem að stóð keikur á bryggjunni.
Þegar við höfðum vinkað áttatíu ævintýrastelpum bless í gær héldum við fimm í Laxá. Þar tókum við okkur stöðu á c.a. fimm metra háum kletti, horfðum ofan í vatnið sem að virtist tæplega þriggja metra djúpt og fengum fiðring í hnén. Hjartað skalf örlítið en allar enduðum við í ískaldri ánni. Syntum um í kuldanum við hákarlasöng frá Kristjönu og forðuðum okkur frá skuggalegum skugga. Þetta var æði!
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.