30.7.2007 | 00:12
Bílskúrsrólegheit
Pétur Ben ómar í RCF´num við hlið mér. Rigningin hellist niður fyrir utan bílskúrinn þar sem ég sit með Hnoðra í fanginu og leyfi fingrunum að leika sér við lyklaborðið. Á móti mér situr drengur. Hann neglir, sagar, límir, skrúfar. Hugurinn er allur við verkið, svo mjög að heyrnin virðist horfin.
Bloggheimurinn leggst í dvala þegar sólin hækkar á himni. Fólk þeysist út um allan heim og sveitir í leit að ævintýrum. Tölvuhangs virðist út úr kortinu. Sumarástin svífur um loftið með sólargeislunum, en rigningin lætur varla sjá sig á himninum.
Ég átti góða sólardaga í Hlíðinni í sumar. Einn daginn fékk ég hugdettu. Hvað ef að jörðin okkar hefur skyndilega orðið að sögusviði Bláa hnattarins? Sólin okkar negld upp á himininn yfir Íslandi, regnblaut skýin halda sig víðsfjarri yfir Evrópu og lítil íslendingabörn leika sér allan liðlangan daginn í hitanum af sólinni sem virtist ekki ætla að yfirgefa okkur.
Tveir litlir kettlingar hjúfruðu sig í fanginu mínu um helgina. Ótrúlega ljúfir möluðu þeir af ánægju og bræddu hjartað mitt á mettíma. Sá þriðji trítlaði um gólfið við fætur mína en mamman lét fara vel um sig í sófanum..
Ég kleif Esjuna í dag. Í rúmlega þrjúhundruð metra hæð var sem himininn hefði skynjað ótta mitt við næstu skref og hellti milljón regndropum á fjallið. Ánægð með árangurinn fetuðum við okkur, skref fyrir skref niður fjallið blaut frá toppi til táar. Myndavélin drukknaði í vasa mínum og hvílir sig núna uppi á hillu í von um skjótan bata.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.