Hvað er betra?

Vatnaskógur heilsaði með hávaðaroki á föstudaginn. Fjörtíu og fimm mínútur fóru í að koma upp tjaldinu sem að hló óstýrlátt í laumi á meðan vindurinn reyndi hvað eftir annað að fella okkur um koll. Að lokum tókst ætlunarverkið, tjaldið sat eftir með skeifu og hallaði undir flatt þegar vindurinn stormaði áfram af Eyrarvatni.

Margir KSS´ingar lögðu leið síðan í Skóginn þessa helgina. Það er svo ótrúlega gaman að hittast svona mörg eftir sumarið sem að skilur fólk í sundur. Bros, hlátur, faðmlög og gleði einkenndu lífið hjá okkur um helgina, sem og rokið sem þeytti okkur til og frá. Hvar er Mjallhvít spilaði á laugardagskvöldið. Ótrúlega skemmtileg hljómsveit með Þorleif KSS´ing í fararbroddi, og dönsuðum við fram á rauða nótt.

Mér finnst alveg yndislegt að vera á Sæludögum. Eyddi helginni með vinum mínum, fjölskyldu og einnig öðrum kunningjum...öllum á sama stað. Hressar kvöldvökur þar sem við krakkarnir fylltum nánast tvær sætaraðir, frábærir tónleikar með Pétri Ben, lúguspjall við Hlíðarforingja. Helgin endaði svo á rólegri lofgjörðarstund með altarisgöngu og varðeldi. Stjörnuljósin gneistuðu í myrkrinu, kertaljós flutu út á stillt vatnið. Hvað er betra? .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert auðvitað betri en allt yndið mitt. :)

Hilmar (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband