Kaupmannahöfn

Hér sit ég í danskri íbúð í Kaupmannahöfn. Úti er farið að skyggja smá, en þó er hægt að sitja úti í peysunni. Ég sit með tölvuna í fanginu. Svaladyrnar eru opnar upp á gátt þar sem pabbi minn situr með tölvuna sína, en ég horfi út yfir stóran garðinn sem teygir úr sér milli blokkanna. Lítil dúfa situr upp á strompi beint á móti og spjallar við nágranna sinn fjórum blokkum frá í hringnum en rigningin bíður hikandi handan við hornið til að skella sér okkur.

Lagði höfuðið á koddann í rúman klukkutíma í nótt. Vorum komin ótrúlega tímalega á flugvöllinn í morgun, og allt gekk eins og smurt. Hjalti litli bróðir minn er voðalega hrifinn af dreddum og talaði á tímabili mikið um dreddahárið þeirra Arons og Elíasar. Þegar við færðumst framar í röðina fór hann eitthvað að benda, pota í mig og sagðist alveg viss um að þarna væri strákur alveg eins og Elías. Ég sagði bara jaaaá.. annarshugar og kinkaði smá kolli. En viti menn! Þegar við vorum búin að tékka töskurnar inn voru Hildur og Elías bara mætt þarna allt í einu. Þá var Elías að fara til Noregs í viku á sömu mínútu og við lögðum í hann til Danmerkur.

Annars höfum við bara haft það notalegt og slappað af í dag. Ég fór í tvo könnunarleiðangra um hverfið í hitanum og líkar bara vel. Átta mig samt ekki alveg á því hvar við erum í Kaupmannahöfn...

Ég þurfti að bjarga mér á flugvellinum í dag. Talaði við einhvern gaur í neonlituðuvesti sem var eitthvað að vinna þarna. Var að spyrja hann um óskilamuni og hann varð ýkt pirraður. Þá ákvað ég að ég væri örugglega ekkert búin að týna neinu og sagði bara takk og bless!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé þig eftir fáeina daga :)

Við ætlum þokkalega að rölta saman Strikið!

-Kristín Rut

Kristín Rut (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Lára Halla Sigurðardóttir

Klárlega! Ég fór Strikið í dag fram og til baka með fjölskyldunni. Skoðuðum okkur vel um, ætlum að versla seinna. Það er alveg eitthvað um útsölur og fullt af flottum fötum. Ég sá m.a kjólabúð með fína útsölu...
Hlakka til að sjá þig sæta stelpa!

Lára Halla Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 16:10

3 identicon

Langaði bara að segja hæ.

Hver er bloggsíðan þín KRR?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband