Hitt og þetta..

Myrkið hefur tekið völdin hér í Kaupmannahöfn. Ljóshærð stúlka liggur ósköp krúttleg í rúminu sínu. Henni hefur nánast tekist að snúa sér öfugt, og er þar að auki half á rúminu mínu. Yndislegt stúlka, ljúf og góð... Öllum systkinum tekst samt einhvernveginn að fara smá í tauganar á hverju öðru. Er það ekki rétt? Asnaðist til að kenna stóra-litla bróður rommí áðan. Tapaði að sjálfsögðu.

Sólin hefur verið dugleg að leika sér við okkur hér í útlandinu. Morgnarnir fara í að liggja í sólbaði úti á svölum, og svo förum við út að bralla eitthvað um hádegisbilið. Erum búin að skoða Þjóðminjasafn Danmerkur, Frúarkirkjuna, Hús Jóns Sigurðarsonar, skreppa í Tívolí, rölta um á Strikinu og fleira. Ég hitti svo Kristínu Rut og fjölskyldu í gær. Labbaði með henni um Fisketorvet og svo með þeim um Íslandsbryggjuna. Þar var æðisleg stemmning. Fólk sat á teppum, sumir með kerti, búnir að grilla eða borða eitthvað. Margir höfðu greinilega líka verið að synda í sjónum.Síðan gengum við framhjá stórum hópi af fólki sem að sat á jörðinni í hóp. Þarna átti að fara að sýna bíómynd á stóru tjaldi.

Lára og Jóhanna

Ég að knúsa stóra bangsa

Þessa dagana eru hnífamál mikið rædd hér í Danmörku. Síauknar hnífaárásir og aukin hnífaeign dana hræðir fólk. Fjórar hnífaárasir voru um helgina. Þetta var eiginlega allt fólk á aldrinum 19-21 árs en svo var einn 15 ára sem réðst á annan eldri. Í blöðum segist ungt fólk ekki þora að ganga um bæinn að kvöld og næturlagi án þess að hafa hníf á sér. Úff!

Ég hlakka svo til að byrja í skólanum. Jú, það þýðir reyndar að sumarið og fríið sé á enda, en mér finnst skólarútínan líka bara fín. Hitta alla aftur, KSS byrjar aftur og já...
Heima er best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband