Sólargeislar á múrsteinahúsi...

Sólin skín inn um danska gluggann minn. Áðan kraup ég við gluggann og brosti til hennar þar sem hún laumaði geislum sínum yfir múrsteinahúsið á móti. Hún hitaði kinnarnar mínar og hjartað hoppaði af gleði. Skýin hafa haft yfirhöndina í dag og hellt regni yfir Kaupmannahöfn. Við flúðum á milli búða á Strikinu og fundum nokkra fjársjóði í búðunum. Eftir nokkra tíma stigu fimm íslendingar upp í strætisvagn, uppgefnir í fótunum og örlítið blautir eftir rigninguna en ánægðir með árangurinn.

Varð hugsað til Perlunnar minnar áðan. Tannlæknirinn hennar tók endajaxlana hennar í vikunni, ljóti kagl! Yndið mitt, ef að þú lest þetta þá er ég búin að hugsa sérlega vel til þín og tannanna þinna í vikunni og vona ég að þér líði sem best. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þig sólargeislinn minn! Knús! :*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Einu sinni lenti ég í hellirigningu á Stikinu í Kaupmannahöfn og fallega svarta pilsið sem ég var í byrjaði að leka og ég varð öll svört röndótt á fótunum. Það endaði þannig að ég VARÐ að kaupa mér buxur, því ég gat ekki gengið um Kaupmannahöfn svona röndótt. Það var samt gaman sko :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 16.8.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Lára Halla Sigurðardóttir

Og fannstu svo 500 kall? ;)

Bróðir minn fann reyndar 100 kr danskar á Mcdonalds.

Það er svo gaman að versla í HM......:D

Lára Halla Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband