Fiðrildi og latur fíll

Það er lítið fiðrildi í hálsinum mínum. Það blakar vængjunum sínum ótt og títt inni í miðjum hálsinum en kemst ekki út. Þess í stað kitlar það auman eiganda hálsins sem að vill svo gjarnan losna við þennan leiðinlega hósta sem að fylgir öllu vængjablakinu. Á meðan fiðrildið leitar í örvæntingu að neyðarútgangi, uppfullt að innilokunarkennd, er vinur þess úr frumskóginum alsæll með sitt hlutskipti. Hann hefur fundið sér gott sæti til að horfa yfir heiminn, brúnhærðan koll sem að á sér einskis von í þessum þyngslum. Ááái..... Samningaviðræður við fiðrildið og fílinn hafa staðið yfir í um fjóra daga en hafa enn engan árangur borið. Mig langar svo að senda þau til Önnu Lilju sem að gæti tekið á móti þeim vopnum búin og fundið þeim góðan stað í frumskógum Afríku. Einhversstaðar verða vondir að vera, líka fílar og áttavillt fiðrildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var ég ekkert mikið í því að skrifa athugasemdir á síðuna þína...

...núna virðist ég vera sá eini...

Hilmar (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband