26.9.2007 | 10:31
Grár og gugginn morgun...
Ég var að stíga inn úr brjálaða rokinu og rigningarúðanum. Rölti niður í íþróttahús í morgun, kappklædd í stíl við veðrið. Tók ekki þátt í íþróttunum í dag, enn með hósta eftir þessa lúmsku lungnabólgu sem hreiðraði um sig í gervi fiðrildis í síðustu viku. Læknirinn lét mig hafa sýklalyf sl. fimmtudag og eftir það hefur mér liðið betur og betur. Núna sit ég bara hér við kertaljós. Morguninn er ósköp grár og gugginn, en inni er hlýtt og notalegt.
Vetrarstarf KSS er komið á fullt. Kynningarvikurnar að verða búnar, fjölgað hefur í félaginu. Það er ekki svo mikið mál að fá fólk til að mæta, nú er málið að halda því. Haustskólamót er eftir níu daga. Það verður án efa mjög skemmtilegt. Við í ritnefndinni erum búin að gefa út flott kynningarblað sem prentað var í 2000 eintökum og er búið að vera í dreifingu í grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig hófum við útgáfu Snepils, sem við stefnum á að gefa út mánaðarlega sem einskonar fréttabréf KSS.
Líkar? Ekki finnst mér...
Vetrarstarf KSS er komið á fullt. Kynningarvikurnar að verða búnar, fjölgað hefur í félaginu. Það er ekki svo mikið mál að fá fólk til að mæta, nú er málið að halda því. Haustskólamót er eftir níu daga. Það verður án efa mjög skemmtilegt. Við í ritnefndinni erum búin að gefa út flott kynningarblað sem prentað var í 2000 eintökum og er búið að vera í dreifingu í grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig hófum við útgáfu Snepils, sem við stefnum á að gefa út mánaðarlega sem einskonar fréttabréf KSS.
Líkar? Ekki finnst mér...
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey! þarna er kærastan mín. Man aldrei hvoru megin hún er samt
Arnór (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:29
Hahahahahaha.....góður!
Lára Halla Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 01:32
Óttalegar dúllur, alveg hreint! Eða dúfur! Ég man ekki hvort er . . .
Magnús V. Skúlason, 27.9.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.