19.10.2007 | 01:12
Silfurlitað hjarta....
Virðist hafa gleymt þessum heimi hér um stund. Búin að vera að dugleg að skoða önnur blogg í en ekki jafn dugleg að skilja eftir mig fótspor. Ég fór aftur í tímann áðan og skoðaði eldri skrif mín hér. Mér fannst þau bara hreint ekki svo slæm, gaman að rifja upp gamlar minningar. Það hvatti mig líka til að halda áfram að skrifa hér, þó að mér finnist að vísu einmanalegt þegar fáir eiga leið hér hjá.
Veturinn er að ná tökum á okkur. Smá saman kemur Frosti kallinn og litar klakann okkar hvítan. Nebbarnir eru kaldir sem ís og litlir fingur gera sitt besta til að flýja inn í ermarnar. Fallegir svanir synda um á spegilsléttum læknum, en tjörnin við kirkjuna er frosin. Það er eins og heimurinn hiki um stund, í takt við frostið sem herðir á öllu sem fyrir því er.
Þrjú kerti iða í gluggakistunni og gera heiðarlega tilraun til að hlýja mér um hjartarætur. Geislar sólarinnar dansa um í huganum, minningar sem skjóta upp kollinum þegar eldurinn dansar um í glerinu. Úti iða bílarnir, þrátt fyrir að nóttin sé löngu mætt á svæðið.
Silfurlitað hjarta hangir í samlitri keðju um hálsinn minn. Tákn um vináttu, kærleika og ást.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lára, ertu byrjuð að telja niður til jóla?
!!!
Hilmar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.