Birta af himnum ofan

Hjartað mitt fylltist af gleði við öll þessi snjókorn sem féllu til jarðar í dag. Ég stóð og horfði dáleidd á þessar hvítu flygsur sem að fljótlega urðu að hvítri breiðu sem lýsir upp heiminn. Sólin lék sér í hvítu veröldinni og varpaði geislum sínum hingað og þangað...beint í augu ökumannana sem að reyndu sitt besta til að stýra ökutækjum sínum áfram á hálum götunum. Ég elska snjóinn! Grin

Er byrjuð að skyggnast um eftir vinnu eftir skólann. Ég fann mér eina í dag sem er nokkuð örugg, hafi ég áhuga. Góð laun, fínn vinnutími, ágætt að komast í vinnuna, ekki svo brjáluð vinna. Á samt bara eftir að skoða þetta allt saman betur. Ég hika alls ekki við að spyrja um launin, ég ætla mér nú alls ekki í einhverja sjálfboðavinnu. Nóg er af atvinnu í þessu landi. Er búin að vera dugleg að velta fyrir mér atvinnu þar sem ég hef komið í dag og komst ég að dálítlu athyglisverðu. Afgreiðslumanneskja á bílaskoðunar"verkstæði" er (að öllum líkindum) með hærri laun heldur en deildarstjóri á leikstjóra. Ég má vinna í ÁTVR þrátt fyrir að vera ekki orðin 20 ára, en ég fengi líklega hærri laun á leikskóla. Kannski að ég sæki bara um hjá Exton?

Annars er lífið bara gott. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Lára...

Snjórinn er svo blautur og kaldur...

HilmarJ (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband