Bækur

Mér hefur alltaf þótt mjög gaman af bókum. Frá því að ég komst upp á lag með að lesa, hef ég rennt mér í gegnum hverja bókina á fætur annarri. Minningar um Kára litla og Lappa, ásamt Dúbba dúfu komu upp í hugann þegar ég velti fyrstu bókunum fyrir mér. Fór í gegnum flestar barna og unglingabækurnar á bókasafni Hafnarfjarðar, en núna er Yrsa Sigurðardóttir, barnabóka og glæpasagnahöfundur, uppáhaldið mitt.

Ég lifði mig algjörlega inn í heim bókanna. Þegar ég las bækurnar um Sossu litlu sólskinsbarn langaði mig alltaf að vera með fléttur, samt ekki rauðar eins og hún var með. Dagdraumarnir fluttu mig til aldamótanna 1900 þar sem ég vingaðist við hana Sólveigu Guðríði á fallegum sumardegi.
Anna í Grænuhlíð var annað tímabil. Hún var málglaður munaðarleysingi, með afar fjörugt ímyndunarafl. Anna litla var líka með fléttur, hún var dugleg að læra og varð seinna kennslukona.
Elíasbækurnar kitluðu hláturtaugarnar, Ævintýrabækur Enid Blyton héldu manni á tánum og Þorgrímur Þráins spilaði fótbolta, nánast í hverri einustu bók. Beverly Grey var bandarísk skólastúlka en Kristín Steinsdóttir rammíslensk. Harry Potter kom skemmtilega á óvart og Guðrún Helgadóttir var góð.

Mig langar sjálfri til að bæta einhverjum bókum í hillur bókasafnanna þegar ég verð aðeins stærri. Sjáum til hvernig það fer. Einhverntíma ætla ég síðan að eignast lítil börn og það verður án efa yndislegt. Ég get ekki að því gert, ég er farin að hlakka til að lesa fyrir litlu angana.Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband