Snátur litli

Ég verð víst að halda mig hér, svo Arnór greyið þurfi ekki að hata mig. Nú, eða sem verra væri, kippa mér út af bloggaralistanum á síðunni sinni. Við sjáum til Arnór, hvort að mér finnist vinalegt hér. Wink

Við Hilmar erum búin að eignast nýjan vin, hann Snát litla. Hann er lítið tígrisdýr úr frumskógum Afríku. Hann ferðaðist alla leið til Íslands, ásamt vinum sínum. Hann er með litla segla í öllum löppunum sínum, svo að hann kemst furðu langt í þessum stóra heimi án hjálpar. Litla krílið hoppar um á rafmagnstöflunni hans Hilmars, vefur sig utan um snúrurnar og situr á tölvuskjánum tímunum saman. Við vonum samt að hann verði ekki hræddur við Eyrnaslapa, dapra vininn okkar. Þeir eiga örugglega einhverntíma eftir að verða góðir vinir.

Ég var að keyra um daginn. Það er morgun, klukkan var rúmlega átta og göturnar fullar af bílum. Ég fór að velta fyrir mér hversu svekkjandi það væri að vera gatnamálastjóri. Kemur allt of seint í vinnuna,  vegna þess að hann var pikkfastur í umferð sem varla silaðist áfram. "Afsakið að ég kem of seint, þessi gatnamót þarna eru bara algjör steypa!!!"......tja?Woundering

Annars er ég bara nokkuð kát. Fór með Hilmari upp í Grænuhlíð í gærkvöldi. Ótrúlega gott að komast aðeins í kyrrðina. Ég er smá saman að takast á við myrkfælnina. Tökum sem dæmi sumarbústaðinn. Mér líður alltaf eins og einhver sé að horfa inn um gluggann eða labba á pallinum. Alveg magnað hvað þetta ímyndunarafl getur spilað með mann. Hugurinn fer á flug og hendir steini í magann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert æðisleg Lára Halla.

Ég öfundaði ykkur Hilmar svo hrikalega mikið þegar þið fóruð upp í bústað. Mér líður eins og ég sé búinn að vera að læra samfleytt í mánuð og þeir sem þekkja mig vita sko að ég nenni því EKKI. Ég er of mikil félagsvera fyrir svoleiðis bull.  Ég hlakka til að geta farið upp í sumarbústað með ykkur og spilað þangað til maður nennir því ekki lengur. Það er fátt sem ég geri sem er skemmtilegra...Þið eruð uppáhaldskærustuparið mitt

Arnór (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 00:41

2 identicon

Klárlega líka í uppáhaldi hjá mér.

Lára Halla (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband