Snjór!

Yndislegt hvað hjartað kitlar alltaf af gleði þegar snjókornin falla niður af himnum. Finnst að það ætti að snjóa oftar. Snjórinn og jólaljósin hjálpast að við að minnka þetta myrkur sem grúfir yfir Íslandinu okkar.
Ég tel mig nú ekki svo gamla, en mér fannst ég samt sem áður yngjast um nokkur ár þegar ég valhoppaði í snjónum í dag. Hilmar hikaði smá, tók síðan í hendina mína og valhoppaði með mér. Wink

Jólatónlistin fangaði mig í Smáralind. Ég dansaði og skoppaði eftir ganginum, án þess að veita neinu öðru athygli. Alvarlegt augnaráð eldri-litla bróður míns dró mig skyndilega niður á jörðina, nú skyldi fíflaganginum linna.Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Próf próf próf og aftur próf. Mér leiðast þau svo mikið. Hérna á bakvið mig situr hún Anna Elísa og pikkar enskar glósur inn í tölvuna eins hún eigi lífið að leysa. Ég er sjálfur kominn með nóg í dag. Njóttu þess að vera í alvöru jólafríi Lára Halla mín. Ég dauð öfunda þig.

Arnór (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 00:43

2 identicon

Veistu. Ég sé samt allavega eitt jákvætt við það að þú sért í prófum = þú ert svo duglegur að kommenta á bloggið mitt! ;)

Mér finnst ótrúlega skrýtið að vera ekki í neinum prófum, það vantar eitthvað! Ég er samt að byrja að vinna á morgun. Vinn samt bara nokkra daga, þarf að útskrifast og svona. Mikið hlakka ég til að hanga með ykkur Önnu Elísu þegar þið sleppið út viðjum prófanna. Þið eruð æði. :)

Lára Halla (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband