10.12.2007 | 23:02
Hávaðarok
Rigningin fossar niður, vindurinn stormar áfram með hávaða og látum. Ljósastaurarnir reyna sitt besta til að halda sér þráðbeinir, en vagga fram og tilbaka. Einhversstaðar þarna úti eru björgurnarsveitarmenn að hjálpa fólki og hemja lausamuni sem að þjóta áfram út í veður og vind.
Ósköp er gott að sitja hérna inni, þó aðeins fáum sentímetrum frá brjálæðinu úti. Glær rúðan skilur á milli, vesalingurinn titrar og skelfur eins og lítil mús í baráttu við kött. Kertaljósin í glugganum eru ósköp hlýleg og róandi. Mikið er gott að vera kominn inn í hlýjuna.
Ósköp er gott að sitja hérna inni, þó aðeins fáum sentímetrum frá brjálæðinu úti. Glær rúðan skilur á milli, vesalingurinn titrar og skelfur eins og lítil mús í baráttu við kött. Kertaljósin í glugganum eru ósköp hlýleg og róandi. Mikið er gott að vera kominn inn í hlýjuna.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert bara farin að blogga eins og Hilmar ;) mörg lítil en góð blogg á dag!
Voðalega var veðrið brjálað í gær. Þegar ég sá að vindhviðurnar undir Hafnarfjalli voru komnar upp í 65 m/sek þá varð mér hugsað til fellibyljanna í Bandaríkjunum og kannaði hversu mikill vindstyrkur er í einum svona fellibyl. Og ég komst að því að veðrið í gær var eins og 1. stigs fellibylur. Hviðurnar undir Hafnarfjalli voru eins og 4. stigs fellibylur. Hæsta stig fellibyls er 5. stig.
jáh, svona er Ísland.
Anna Elísa (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.