Vinna, vinna og vinna GB!

Það er ýkt gaman í nýju vinnunni. Fólkið einstaklega almennilegt, góður starfsandi. Þessari vinnu fylgir dálítill tími í að læra hitt og þetta varðandi starfið, en þetta síast smá saman inn. Hvað með það þó að ég kunni ekki eigandaskipti alveg strax?Blush  Þetta er líka frekar fjölbreytt. Hálfan daginn ertu e.t.v. á símanum, þar sem þú tekur á móti pöntunum og fæst við hin ýmsu mál. Síðan trítlar maður niður stigann og afgreiðir með bros á vör. Ekki skemmir svo fyrir að það tekur bara svona fimm mínútur að ganga í vinnuna, hressandi svona á morgnana.

Árið hefur bara tekið ágætlega á móti mér. Ég lá lasin fyrstu vikuna og var frekar ræfilsleg. Núna er ég hins vegar mun hressari og tek lífinu bara með ró. Nýju ári fylgja ný fyrirheit hjá mörgum. Ekki ætla ég mér nú að setja mér áramótaheit, heldur bara vinna í hinum og þessum málum í rólegheitunum. Er maður ekki alltaf að reyna að gera betur?

Eins og mér finnst nýja vinnan notaleg, finnst mér líka pínu skrýtið að vera búin með stúdentsprófið. Ég kastaði mér alveg á stundatöfluna hans Hilmars úr FB og hélt fyrirlestur um hana yfir honum. Sakna þess að fá ekki mína eigin til að pæla í. Þó var þetta alveg komið nóg. Ekki það að mér finnist leiðinlegt í skólanum, heldur var þetta bara orðið pínu þreytt í Flensborg. Ég kvíði Háskólanum alls ekki, það verður stuð þegar þar að kemur.

Í kvöld ætla ég upp í útvarps/sjónvarpshús og horfa á útvarpsútgáfuna af Gettu Betur, þar sem Flensborg og Kvennaskólinn í Reykjavík eigast við. Vinur minn hann Þorsteinn 42 er í liði Flensborgar. Á fimmtudaginn verð ég þar aftur þegar Fjölbrautarskóli Suðurlands rústar einhverju sveitaliði. Sigurður Rúnar frændi minn er sterkur þar. Kannski að maður ætti að fara að koma sér upp klappstýrudúskum? Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýja árið verður snilld :D

Ég öfunda þig pínu að vera bara í vinnu. Langar til að taka einn svona vetur...það er sossum alveg pæling

gangi þér allavega ógeðslega vel í henni. Þú veist allavega að það er einhver sem vildi óska þess að vera í þínum sporum :)

Arnór (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband