9.1.2008 | 23:49
Mæðgurnar
Hilmar Jónsson, kærastinn minn, sagði einu sinni við mig: "Lára, það eru til tvær gerðir af fólki. Fólk sem segir að núll sé tala, og fólk sem vill meina að það sé ekki tala". Þessi speki náði að skjóta rótum í Hlíðinni í sumar, endaði aftan á leynivinakorti. Jú, þetta er eflaust eitthvað sem fólk getur deilt um lengi, eftir áhuga, og Benjamín vinur minn á örugglega góð rök fyrir.
Ég vil aftur á móti segja þetta öðruvísi. Til eru tvær gerðir af fólki. Fólk sem elskar Mæðgurnar, eða Gilmore girls....og þeir sem þola þær ekki. Mörgum stundum hef ég eytt í að reyna að sannfæra Perlu mína og hann Arnór um að Lorelai og Rory séu yndislegar, ekki bara síblaðrandi mæðgur sem borði skyndibitafæði dag hvern, húktar á kaffi. Ég hef alist upp með þeim. Dvalið tímunum saman fyrir framan sjónvarpið þar sem RÚV sýndi þær í mörg ár. Seinna náði ég mér í þættina og horfi nú á þá í tölvunni. Enskuskilningur minn hefur aukist til muna við að horfa/hlusta á þættina, og ekki spillir þá magnið af talaða málinu. Ég elska þessa þætti, þið getið ekki breytt því krúttin mín.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
að ég hafi lesið þetta blog. þú skuldar mér 3 mínútur. Ég þoooooli ekki þessa þætti. Sorry
Arnór (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:38
Hmm... bíð bara eftir einhverju svakalega leiðinlegu bloggi (á minn mælikvarða) frá þér. ;)
Lára (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.