Vinna..

Þá er fyrstu vinnuvikunni minni hjá Aðalskoðun hf. lokið. Ég vona að ég verði alltaf svona ánægð með hinar vikurnar mínar, þegar ég lít um öxl á föstudegi. Fólkið þarna tók mjög vel á móti manni, duglegt að koma manni inn í starfið og leyfa manni að spreyta sig á ýmsum þáttum þarna, þó að maður sé ekki alveg fullnuma í þeim enn. Wink Magga er súper klár og kenndi mér margt sniðugt í vikunni.
Nú er bara að halda áfram að læra og verða jafn klár!

Ég er búin að fá hinar ýmsu spurningar um vinnuna mína. Mjög margir halda að nú vinni ég á sóðalegu bílaverkstæði, ekki snyrtilegri skoðunarstöð fyrir bíla. Vinnan mín felst í að taka á móti viðskiptavinum, afgreiða þá (og leysa úr málum eins og eigendaskiptum, númeramálum, förgun bifreiða......). Stundum kem ég til að vakta símann. Þá er ég að finna tima fyrir viðskiptavini í skoðun, gefa ýmsar upplýsingar sem fólk þar á að halda og er svo líka að vinna ýmsa pappírsvinnu.

Annars fór ég á 10.bekkjar reunion í gærkvöldi. Árgangurinn minn úr Lækjarskóla, sem taldi um 50 manns, hittist á A. Hansen og spjallaði saman fram eftir kvöldi. Mjög gaman að hitta alla krakkana aftur. Suma hefur maður séð reglulega í gegnum menntaskólann, aðra bara bregða fyrir og suma bara aldrei.
Margir höfðu ekkert breyst, aðra þekkti ég varla. Fólk er misjafnlega statt í lífinu, ein meira að segja komin í háskóla. Vona að það verði meira um svona hittinga í framtíðinni!Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband