27.1.2008 | 20:03
Þrjár vikur.
Þrjár vikur búnar hjá Aðalskoðun. Mér líkar þetta enn mjög vel, þó að það sé enn að venjast að vinna svona langan vinnudag - 8 til hálf 6 á daginn. Ég hlakka mikið til að sjá launaseðill um mánaðarmótin, þó að það muni bara svona sjö dagar rata inn á hann.
Lífið gengur annars bara sinn vanagang. OÁM mjakast áfram, hlakka til að sjá blaðið komið í umbrot. Frændi keppir í Gettu Betur á móti MA, hlakka til að sjá það. Gettu betur og Morfís er eitthvað sem ég vil ekki missa af. Árshátíð KSS verður svo 1. mars. Ég er tilbúin með kjólinn, það verður enginn hausverkur í ár, og ef að allt gengur upp verður hún Ólöf Sunna mín búin að setja fallegar krullur á kollinn minn. ;)
Ég sakna dálítið Flensborgar. Hanga og fíflast með Perlu, sitja í mis skemmtilegum tímum, spjalla við krakkana og suma kennarana.... Ég fæ þá allavega að spjalla við skoðunarmennina í hádeginu, (sem margir þekkja afa minn), og spjalla við viðskiptavinina. Fólk, drífið ykkur nú að koma með bílinn í skoðun!!
Annars er Hilmar sætastur.
Lífið gengur annars bara sinn vanagang. OÁM mjakast áfram, hlakka til að sjá blaðið komið í umbrot. Frændi keppir í Gettu Betur á móti MA, hlakka til að sjá það. Gettu betur og Morfís er eitthvað sem ég vil ekki missa af. Árshátíð KSS verður svo 1. mars. Ég er tilbúin með kjólinn, það verður enginn hausverkur í ár, og ef að allt gengur upp verður hún Ólöf Sunna mín búin að setja fallegar krullur á kollinn minn. ;)
Ég sakna dálítið Flensborgar. Hanga og fíflast með Perlu, sitja í mis skemmtilegum tímum, spjalla við krakkana og suma kennarana.... Ég fæ þá allavega að spjalla við skoðunarmennina í hádeginu, (sem margir þekkja afa minn), og spjalla við viðskiptavinina. Fólk, drífið ykkur nú að koma með bílinn í skoðun!!
Annars er Hilmar sætastur.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha. Hilmar sætur, tíhí. Anna Elísa er sætari
Arnó (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:35
Hún er sæt. En Hilmar er samt sætariiiiii....
Lára Halla (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:16
Váá, ertu að grínast!
Komdu hingað til mín, ég er alveg að vera gráhærð hérna í skólanum.
Þú ert krúsla. Krakkar hættið röglinu, Lára er sjætust ;*
Perla (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:13
Allt í lagi...lætur bara Ólöfu hárið ljúfan...
Perla; verð að muna að segja þér eina góða af plastgellu sem kom núna í gær.
Lára (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.