Föstudagskvöld...

Tíminn flýgur. Bráðum er ég búin að vinna í tvo mánuði í Aðalskoðun. Eftir sex mánuði verður sumarið búið og ég á leið í háskóla. Fór á Háskóladaginn síðustu helgi með Hilmari. Ég skoðaði ýmislegt, þ.á.m. íslenskudeildina, lögfræði og sögu. Eftir að hafa skoðað það sem mér fannst áhugavert, fór ég niður á neðri hæðina þar sem ég gat með góðri samvisku afþakkað raungreinabæklinga. Þar fann ég Hilmar á spjalli við hrekkjóttan vísindamann. Ég er strax farin að hlakka til að byrja í skólanum í haust. Mér leiðist alls ekki vinnan, er bara farin að sakna þess að læra eitthvað af viti, þessi síðasta önn í Flensborg var bara djók.

Fór og hvatti Flensborg áfram í Morfís síðasta föstudagskvöld. Mótherjarnir voru úr Breiðholtinu. Rosalega var ég stolt af Stenna og hinum krökkunum að taka þetta!Smile, hlakka mikið til að sjá Flensborg mæta MR í undanúrslitum Morfís. Frændi stóð sig gífurlega vel í Gettu betur, en Akureyri hafði betur í það skiptið.

Í gærkvöldið varð ég svo formlegur félagi í KFUM&KFUK á Íslandi. Yndislegt kvöld með góðum vinum og gómsætum mat. Hlátrasköllin glumdu og bros var á hverju andliti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

Hvaða hrekkjótta vísindamann? Voru eðlisfræðingarnir eða líffræðingarnir e-ð að reyna að hrekkja þig? :P

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 24.2.2008 kl. 16:22

2 identicon

...þetta föstudagskvöld er löngu liðið!

Hildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband