22.2.2008 | 23:32
Föstudagskvöld...
Tíminn flýgur. Bráðum er ég búin að vinna í tvo mánuði í Aðalskoðun. Eftir sex mánuði verður sumarið búið og ég á leið í háskóla. Fór á Háskóladaginn síðustu helgi með Hilmari. Ég skoðaði ýmislegt, þ.á.m. íslenskudeildina, lögfræði og sögu. Eftir að hafa skoðað það sem mér fannst áhugavert, fór ég niður á neðri hæðina þar sem ég gat með góðri samvisku afþakkað raungreinabæklinga. Þar fann ég Hilmar á spjalli við hrekkjóttan vísindamann. Ég er strax farin að hlakka til að byrja í skólanum í haust. Mér leiðist alls ekki vinnan, er bara farin að sakna þess að læra eitthvað af viti, þessi síðasta önn í Flensborg var bara djók.
Fór og hvatti Flensborg áfram í Morfís síðasta föstudagskvöld. Mótherjarnir voru úr Breiðholtinu. Rosalega var ég stolt af Stenna og hinum krökkunum að taka þetta!, hlakka mikið til að sjá Flensborg mæta MR í undanúrslitum Morfís. Frændi stóð sig gífurlega vel í Gettu betur, en Akureyri hafði betur í það skiptið.
Í gærkvöldið varð ég svo formlegur félagi í KFUM&KFUK á Íslandi. Yndislegt kvöld með góðum vinum og gómsætum mat. Hlátrasköllin glumdu og bros var á hverju andliti.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða hrekkjótta vísindamann? Voru eðlisfræðingarnir eða líffræðingarnir e-ð að reyna að hrekkja þig? :P
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 24.2.2008 kl. 16:22
...þetta föstudagskvöld er löngu liðið!
Hildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.