21.11.2006 | 14:36
Snjóhús?
Það er alveg ótrúlegt hvað dagarnir brosa misjafnlega við manni. Stundum er eins og allt sé á hvolfi.
Maður sefur aðeins of lengi, ruglast og fer í sokkana öfuga og mislita og er kannski þreyttur og úrillur fyrstu tímana. Aftur á móti mætir manni ef til vill brosandi Perla í matsalnum með líflegar samræður og smá saman tekur hláturinn völdin.
Ég vil ekki fara úr Flensborg. Ég skemmti mér vel í góðra vina hópi og finnst svo gaman að læra. Þrátt fyrir leiðinlega daga af og til og einstaka neikvæðar sálir eru menntaskólaárin alveg að gera sig. Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla ekki að yfirgefa Flensborg í vor, í fyrsta lagi jólin 2007......jibbí!
Allsstaðar mæta manni margra mannhæðaháir skaflar. Úr lofti gætu þetta virst vera snjóhús og einhverjir úglendingar gætu haldið að við byggjum í raun í snjóhúsum. Hver ætlar að taka það að sér að fjarlægja þetta til að fyrirbyggja misskilning?
Eyddi 20 mínútna frímínútunum með Guðnýju, Stefáni og Róberti. Róbert gerði mig alveg ruglaða með spilagöldrum og Stefán, einhverfi drengurinn sem Róbert veitir félagsskap í frímínútum fékk mig til að brosa og þakka fyrir það hversu fjölbreytt fólkið í þessum heimi er.
Var svo búin hálf 12 en skrapp með pabba á KFC í hádeginu eftir að við höfðum lagt leið okkar í Fjarðarkaup og spjallað í dágóða stund við tvo gamla frændur. Heilinn minn alveg á milljón að reyna að muna nöfnin á þessum heiðursmönnum en allt kom fyrir ekki. Þeir brostu út-að-eyrum og fannst æði að spjalla við okkur.
Maður sefur aðeins of lengi, ruglast og fer í sokkana öfuga og mislita og er kannski þreyttur og úrillur fyrstu tímana. Aftur á móti mætir manni ef til vill brosandi Perla í matsalnum með líflegar samræður og smá saman tekur hláturinn völdin.
Ég vil ekki fara úr Flensborg. Ég skemmti mér vel í góðra vina hópi og finnst svo gaman að læra. Þrátt fyrir leiðinlega daga af og til og einstaka neikvæðar sálir eru menntaskólaárin alveg að gera sig. Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla ekki að yfirgefa Flensborg í vor, í fyrsta lagi jólin 2007......jibbí!
Allsstaðar mæta manni margra mannhæðaháir skaflar. Úr lofti gætu þetta virst vera snjóhús og einhverjir úglendingar gætu haldið að við byggjum í raun í snjóhúsum. Hver ætlar að taka það að sér að fjarlægja þetta til að fyrirbyggja misskilning?
Eyddi 20 mínútna frímínútunum með Guðnýju, Stefáni og Róberti. Róbert gerði mig alveg ruglaða með spilagöldrum og Stefán, einhverfi drengurinn sem Róbert veitir félagsskap í frímínútum fékk mig til að brosa og þakka fyrir það hversu fjölbreytt fólkið í þessum heimi er.
Var svo búin hálf 12 en skrapp með pabba á KFC í hádeginu eftir að við höfðum lagt leið okkar í Fjarðarkaup og spjallað í dágóða stund við tvo gamla frændur. Heilinn minn alveg á milljón að reyna að muna nöfnin á þessum heiðursmönnum en allt kom fyrir ekki. Þeir brostu út-að-eyrum og fannst æði að spjalla við okkur.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.