Lífið er yndislegt.......

Jæja, þá er skólinn bara búinn þessa önnina. Öll verkefni og próf búin og bara þrjú jólapróf eftir. Komin með jólavinnu og kannski tvö störf. Lífið virðist bara vera í of góðu skapi þessa dagana. Það er bara eitthvað við mann, þegar lífið gengur svona vel bíður maður átekta eftir storminum.
Hvað gerist næst? Hrynur heimurinn? Úff. Maður verður víst bara að njóta lífsins á meðan maður getur, passa sig að eyða ekki lífinu í áhyggjur. Woundering

Þessa dagana hef ég mikið verið að pæla í KSS. Er að skrifa grein um starfsemi KSS í Okkar Á Milli - blað KSS og hugurinn hefur verið á reiki á þeim slóðum. Hvað er KSS? Hvað hefur það gert fyrir mig? Hvað stendur upp úr þessum þremur árum og hálfu ári mínu í KSS?........

Pabbi fékk mig til að kíkja á KSS fund haustið sem ég byrjaði í 10.bekk. Fékk Perlu til að fara með mér, en ég þekkti hana svo sem ekki mikið á þeim tíma. Jú, það var gaman en maður þekkti ekki marga. Benjamín kom jú alltaf og spjallaði við mann og svo líka einn og einn. Það var ekki fyrr en vorið 2004 sem að ég fór að spjalla við Kristjönu og Perla fór að koma aftur í KSS eftir smá hlé. Ég kynntist líka Hilmar, Auði, Gullu, Hauki, Möggu og fleirum. Sumarið 2004 stóð algjörlega upp úr og þegar ég byrjaði menntaskólaárin mín um haustið var ég yndislegum dreng ríkari.
Síðan hefur lífið liðið með sólskini og skúrum og er ég bara sátt. Búin að kynnast fullt af frábæru fólki, bæði í KSS og annarsstaðar og vill helst ekki yfirgefa Flensborg. Svona á lífið alltaf að vera! Wink

Fyrsta prófið mitt er ekki fyrr en 8.desember, þannig að næstu daga ætla ég að læra soldið á hverjum degi en líka muna að njóta lífsins. Einhvernveginn verður maður að halda vitinu!Woundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú stendur þig frábærlega í KSS starfinu . Gangi þér siðan vel í prófunum og njóttu frísins þangað til þau byrja

Benjamín (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband