9.12.2006 | 02:20
Flogið á þekkingunni
Klukkan slær tvö og ég er ekki farin að sofa. Sólarhringurinn minn er eitthvað öfugur þessa dagana og ég á erfitt með að sofna. Hugurinn er samt á fullu allan daginn. Læra þetta, glósa þetta, og skipuleggja mig fram í tímann. Það er verst, þoli það ekki. Hugurinn gerir fjöllin svo miklu stærri en þau í rauninni eru og kvíðinn gerir áras. Maður hlakkar ekkert til að takast á við hin og þessi verkefnin og prófin, en svo þegar að þeim kemur reynast þau oftast ljúf sem lömb og maður flýgur í gegn á þekkingunni. Samt, stundum væri ágætt að gera bara slökkt á þessari stöðugu skipulagningu heilans.
Skemmti mér reglulega vel á jólahlaðborði KFUK&KFUK, en þetta var fyrir þá sem starfa í æskulýðstarfi þeirra, í tæknideild eða annað. Fengum góðan mat og skemmtilegur félagsskapur og skemmtiatriði lífguðu upp á kvöldið.
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.