3.1.2007 | 23:38
Gleði í hjartanu.
Maður stendur á gatnamótum, hvað leið skal velja?
Vil ég halda áfram á sömu braut, eða er eitthvað annað vænlegra í stöðunni?
Hvernig veit ég að ég sé að velja rétta veginn?
Árið 2006 hefur runnið sitt skeið og annað tekið við. Ég er persónulega ánægð með það, finnst ágætt að fá nýtt blað til að skrifa og teikna minningar, og reyna að krota ekki einhver leiðindi. Stinga hinu gamla bara upp í hillu og gera mitt besta til að halda í góðar minningar og stundir. Þegar nýtt ár lítur dagssins ljós í þennan heim með gífurlega miklum látum og litadýrð fyllast margir eldmóði og eru vissir um að þeir geti sigrað heiminn á einu bretti. Einn, tveir og sjö!
Ég ætla að reyna að feta mig áfram rétta veginn, einn dag í einu. Reyna að fara með gát fyrir öll horn og taka lífinu með bros á vör. Styðja fjölskyldu mína, kærasta og vini þegar þeir þurfa á því að halda og fylla hjarta þeirra af gleði.
"Góði Guð, hjálpaðu mér að líta ekki til baka í reiði og söknuði eða fram á við í kvíða og áhyggjum heldur til beggja hliða í kærleika" [ALE 2006]
Þegar ég lít yfir árið 2006 standa margar minningar upp úr. Nýársnámskeið og skólamót KSS standa yfirleitt fyrir sínu sem og aðrir atburðir á vegum KSS. KSS fundirnir eru ómissandi og vinirnir sem maður hefur eignast þar líka. Spánarferðin um páskana með fjölskyldu Hilmars var frábær, eitthvað sem að ég mun muna eftir lengi. Ég eyddi sumrinu næstum öllu meðal barna í sumarbúðunum Vindáshlíð og á leikjanámskeiðum KFUM&KFUK og sé svo sannarlega ekki eftir því, þrátt fyrir að hafa verið búin eftir sumarið. Útilega og sumarbústaðarferðir standa einnig upp úr.
Jú, ég er búin að gera margt á árinu þó að upptalningin fái ekki öll að fljóta með hér. En spurningin í huga mér er sú, hverjir stóðu við hlið mér þegar ég upplifði gleði og sorgarstundir á árinu? Ég þakka Guði fyrir kærastann minn, fjölskyldu og vini sem að gera líf mitt einhvers virði. Mamma mín sagði mér alltaf einbeita mér ekki of af dauðu hlutunum, þeir færa manni skammvinna gleði. Það eru lifandi "hlutirnir" sem skipta raunverulega máli og færa manni gleði í hjartað og það er það sem fleytir manni langt í lífinu.
Hafðu það gott á nýja árinu. Ekki hræðast mistökin, lærðu af þeim!
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.