Ölver í faðmi fjalla.

Námsbækurnar taka manni fagnandi og fróðleikurinn iðar í skinninu að troða sér inn í hugann. Glaðbeittir nemendur hlæja saman á göngum skólans og í matsalnum. Skólinn er hafinn á ný.

Kuldaboli hræddi litlar sálir þegar lykillinn að Ölveri lét ekki sjá sig í vösum KSS´ings á föstudagskvöldið. Um þrjátíu pör af tám urðu ískaldar og nokkrir brugðu á það ráð að spila bandý í íþróttahúsinu, sem réttilega hefði verið hægt að kalla frystihús. Loks þegar inn var komið hófst skemmtileg helgi fyrir alvöru í góðra vina hópi.

UNO spilið kitlaði hláturtaugarnar og handriðið á efri hæðinni ískraði í kapp við hlátrasköllin. Geirlaugur gerði góðverk mótssins þegar tvær ungar dömur fundu látna mús í heitapottinum og fjarlægði hana í skyndi með gúmmíhanska sér til hjálpar. Ný myndavél KSS fór eins og stormsveipur um húsið og flassaði alla á staðnum með stæl. Eftir lítinn svefn vakti Hilmar nokkur Einars alla mótsgesti með fögrum tónum og gítarspili. Perla á setningar mótssins en hún stældi sig í svefni af því að vera svooooo falleg og bað einhvern vinsamlegast að slökkva á glugganum.

Laugardagurinn leið með morgunstund, ljósmyndakennslu, ljósmyndun í stingandi kulda, vinalegu spjalli og tilfinningaríkri stundu um kvöldið. Eftir miðnætti tróð Perla stafnum N inn í hvert einasta orð, sofnaði og vaknaði einnig með svefngalsa við Nylon í botni fyrir utan herbergið ( Gulla!!!!!Wink). Hilmar og Arnór voru duglegir að gleðja eyrað með fallegu gítarspili og misfallegum textum.

Frábær helgi, þó að maginn minn sé í ruglinu eftir helgina er gleði í hjartanu. Ég á yndilega vini sem skipta mig miklu máli og láta mig finna að ég skipti máli. Árið byrjar bara ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha já Kristjana ég mæli með því. Ég hef lært milljón hluti af Lárukláru hvað varðar skipulagninu
Æðislegt blogg hjá þér krúttla, og yndislegt mót!
Vorskólarinn klikkar svo aldrei enda 3 nætur á geðveikum stað...

Þykir ýkt vænt um þig dúllubeibí

Perla (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband