7.2.2007 | 01:08
OÁM
Í dag leit það lífið í fyrsta sinn. Dró andann og grét af gleði yfir því að fá að takast á við heiminn. Var fagnað af tveimur ungum stúlkum sem hoppuðu nánast hæð sína í fullum herklæðum af gleði yfir fæðingu þess. Það raðaði sér upp ásamt bræðrum sínum og systrum og hélt af stað í langferð. Hvítur límmiði - áfangastaðurinn ákveðinn, og það andvarpaði af hamingju þegar það breiddi út faðminn á móti hugsanlegum lesanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2007 | 00:03
Hringsólandi peð
Hvert liggur leið mín í þessu lífi?
Er ég bara lítið peð, hingsólandi í þessum gríðarstóra heimi þar sem ég skipti bara engu máli?
Er það rétt að líf mitt sé ákveðið fyrirfram?
Stundum langar mig bara að skríða undir hlýja sæng og sofa í svona hálft ár. Þurfa ekki að takast á við þennan heim þar sem allt er að gerast. Leyfa bara hinum að þjóta fram og til baka í kappi við lífsgæðin, hamingjuna....
Faðmlag, bros, hamingja.
Það er ekki allt sem sýnist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 19:29
Á kafi í snjó
Ég er búin að sitja í ritnefnd Okkar á Milli núna í vetur, en það er blað sem að KSS reynir að gefa út árlega. Við erum fjórar stelpur í nefndinni og svo Hilmar. Blaðið kemur út í 11.000 eintökum núna 10 febrúar og ætlum við að dreifa því í hús. Það verður mikið verk, en það verður yndislegt að sjá blaðið skjótast inn um blaðalúgurnar og verða lesið í mööörgum eintökum.
Já, á meðan ég man. Kommentakerfið hérna er flókið og veit ég að fólk hefur verið að kommenta hér og það hefur ekki komist til skila. Þið sem kíkjið hingað, endilega reynið samt að kommenta. Það er svo gaman að vita af ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 01:12
Ölver í faðmi fjalla.
Námsbækurnar taka manni fagnandi og fróðleikurinn iðar í skinninu að troða sér inn í hugann. Glaðbeittir nemendur hlæja saman á göngum skólans og í matsalnum. Skólinn er hafinn á ný.
Kuldaboli hræddi litlar sálir þegar lykillinn að Ölveri lét ekki sjá sig í vösum KSS´ings á föstudagskvöldið. Um þrjátíu pör af tám urðu ískaldar og nokkrir brugðu á það ráð að spila bandý í íþróttahúsinu, sem réttilega hefði verið hægt að kalla frystihús. Loks þegar inn var komið hófst skemmtileg helgi fyrir alvöru í góðra vina hópi.
UNO spilið kitlaði hláturtaugarnar og handriðið á efri hæðinni ískraði í kapp við hlátrasköllin. Geirlaugur gerði góðverk mótssins þegar tvær ungar dömur fundu látna mús í heitapottinum og fjarlægði hana í skyndi með gúmmíhanska sér til hjálpar. Ný myndavél KSS fór eins og stormsveipur um húsið og flassaði alla á staðnum með stæl. Eftir lítinn svefn vakti Hilmar nokkur Einars alla mótsgesti með fögrum tónum og gítarspili. Perla á setningar mótssins en hún stældi sig í svefni af því að vera svooooo falleg og bað einhvern vinsamlegast að slökkva á glugganum.
Laugardagurinn leið með morgunstund, ljósmyndakennslu, ljósmyndun í stingandi kulda, vinalegu spjalli og tilfinningaríkri stundu um kvöldið. Eftir miðnætti tróð Perla stafnum N inn í hvert einasta orð, sofnaði og vaknaði einnig með svefngalsa við Nylon í botni fyrir utan herbergið ( Gulla!!!!!). Hilmar og Arnór voru duglegir að gleðja eyrað með fallegu gítarspili og misfallegum textum.
Frábær helgi, þó að maginn minn sé í ruglinu eftir helgina er gleði í hjartanu. Ég á yndilega vini sem skipta mig miklu máli og láta mig finna að ég skipti máli. Árið byrjar bara ágætlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 23:38
Gleði í hjartanu.
Maður stendur á gatnamótum, hvað leið skal velja?
Vil ég halda áfram á sömu braut, eða er eitthvað annað vænlegra í stöðunni?
Hvernig veit ég að ég sé að velja rétta veginn?
Árið 2006 hefur runnið sitt skeið og annað tekið við. Ég er persónulega ánægð með það, finnst ágætt að fá nýtt blað til að skrifa og teikna minningar, og reyna að krota ekki einhver leiðindi. Stinga hinu gamla bara upp í hillu og gera mitt besta til að halda í góðar minningar og stundir. Þegar nýtt ár lítur dagssins ljós í þennan heim með gífurlega miklum látum og litadýrð fyllast margir eldmóði og eru vissir um að þeir geti sigrað heiminn á einu bretti. Einn, tveir og sjö!
Ég ætla að reyna að feta mig áfram rétta veginn, einn dag í einu. Reyna að fara með gát fyrir öll horn og taka lífinu með bros á vör. Styðja fjölskyldu mína, kærasta og vini þegar þeir þurfa á því að halda og fylla hjarta þeirra af gleði.
"Góði Guð, hjálpaðu mér að líta ekki til baka í reiði og söknuði eða fram á við í kvíða og áhyggjum heldur til beggja hliða í kærleika" [ALE 2006]
Þegar ég lít yfir árið 2006 standa margar minningar upp úr. Nýársnámskeið og skólamót KSS standa yfirleitt fyrir sínu sem og aðrir atburðir á vegum KSS. KSS fundirnir eru ómissandi og vinirnir sem maður hefur eignast þar líka. Spánarferðin um páskana með fjölskyldu Hilmars var frábær, eitthvað sem að ég mun muna eftir lengi. Ég eyddi sumrinu næstum öllu meðal barna í sumarbúðunum Vindáshlíð og á leikjanámskeiðum KFUM&KFUK og sé svo sannarlega ekki eftir því, þrátt fyrir að hafa verið búin eftir sumarið. Útilega og sumarbústaðarferðir standa einnig upp úr.
Jú, ég er búin að gera margt á árinu þó að upptalningin fái ekki öll að fljóta með hér. En spurningin í huga mér er sú, hverjir stóðu við hlið mér þegar ég upplifði gleði og sorgarstundir á árinu? Ég þakka Guði fyrir kærastann minn, fjölskyldu og vini sem að gera líf mitt einhvers virði. Mamma mín sagði mér alltaf einbeita mér ekki of af dauðu hlutunum, þeir færa manni skammvinna gleði. Það eru lifandi "hlutirnir" sem skipta raunverulega máli og færa manni gleði í hjartað og það er það sem fleytir manni langt í lífinu.
Hafðu það gott á nýja árinu. Ekki hræðast mistökin, lærðu af þeim!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2006 | 02:20
Flogið á þekkingunni
Klukkan slær tvö og ég er ekki farin að sofa. Sólarhringurinn minn er eitthvað öfugur þessa dagana og ég á erfitt með að sofna. Hugurinn er samt á fullu allan daginn. Læra þetta, glósa þetta, og skipuleggja mig fram í tímann. Það er verst, þoli það ekki. Hugurinn gerir fjöllin svo miklu stærri en þau í rauninni eru og kvíðinn gerir áras. Maður hlakkar ekkert til að takast á við hin og þessi verkefnin og prófin, en svo þegar að þeim kemur reynast þau oftast ljúf sem lömb og maður flýgur í gegn á þekkingunni. Samt, stundum væri ágætt að gera bara slökkt á þessari stöðugu skipulagningu heilans.
Skemmti mér reglulega vel á jólahlaðborði KFUK&KFUK, en þetta var fyrir þá sem starfa í æskulýðstarfi þeirra, í tæknideild eða annað. Fengum góðan mat og skemmtilegur félagsskapur og skemmtiatriði lífguðu upp á kvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 02:59
Ótrúlega skrýtið.
Þetta líf. Ótrúlega skrýtið stundum. Það er athyglisvert að horfa til baka og sjá hvernig maður komst yfir þetta og hitt sem á vegi manns varð og virtist á sínum tíma svo stórt og óviðráðanlegt. Kannski verður maður ósáttur við hvernig maður tók á hlutunum, en maður gerir nú yfirleitt það sem manni þykir rétt hverju sinni og því fær maður ekki breytt.
Skemmtilegt að sjá hvernig maður þroskast, og leiðinlegt að rifja upp sársaukafullar minningar. Einu sinni á ævinni hefur mig bókstaflega verkjað svo í hjartað af sorg að ég hélt að ég myndi líða útaf og deyja, en minningin um fyrsta kossinn vekur upp fiðrildi í maganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 00:21
Lífið er yndislegt.......
Hvað gerist næst? Hrynur heimurinn? Úff. Maður verður víst bara að njóta lífsins á meðan maður getur, passa sig að eyða ekki lífinu í áhyggjur.
Þessa dagana hef ég mikið verið að pæla í KSS. Er að skrifa grein um starfsemi KSS í Okkar Á Milli - blað KSS og hugurinn hefur verið á reiki á þeim slóðum. Hvað er KSS? Hvað hefur það gert fyrir mig? Hvað stendur upp úr þessum þremur árum og hálfu ári mínu í KSS?........
Pabbi fékk mig til að kíkja á KSS fund haustið sem ég byrjaði í 10.bekk. Fékk Perlu til að fara með mér, en ég þekkti hana svo sem ekki mikið á þeim tíma. Jú, það var gaman en maður þekkti ekki marga. Benjamín kom jú alltaf og spjallaði við mann og svo líka einn og einn. Það var ekki fyrr en vorið 2004 sem að ég fór að spjalla við Kristjönu og Perla fór að koma aftur í KSS eftir smá hlé. Ég kynntist líka Hilmar, Auði, Gullu, Hauki, Möggu og fleirum. Sumarið 2004 stóð algjörlega upp úr og þegar ég byrjaði menntaskólaárin mín um haustið var ég yndislegum dreng ríkari.
Síðan hefur lífið liðið með sólskini og skúrum og er ég bara sátt. Búin að kynnast fullt af frábæru fólki, bæði í KSS og annarsstaðar og vill helst ekki yfirgefa Flensborg. Svona á lífið alltaf að vera!
Fyrsta prófið mitt er ekki fyrr en 8.desember, þannig að næstu daga ætla ég að læra soldið á hverjum degi en líka muna að njóta lífsins. Einhvernveginn verður maður að halda vitinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2006 | 01:14
"Tekinn, tekinn......."
Ljóðabókarfyrirlestur-Munnlegt próf í ensku-Ritgerðaskil í sögu-Próf í sögu
Úff, ég ætla sko sannarlega að varpa öndinni léttar þegar ég geng út úr Flensborg á morgun um 16:20. Þá er bara þriðjudagurinn eftir og fyrir hann þarf ég að klára hálfa þýðingu en það er lítið mál. Þá eru svona tíu dagar í fyrsta prófið og ég ætla sko að leyfa mér að njóta lífssins smá ásamt því að læra fyrir prófin mín þrjú sem bíða handan við hornið.
Uppskeruhátíð uppi í Vatnaskógi í gærkvöldi. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað í skóginum á árinu. Frábær matur og skemmtun í góðra vina hópi. Sátum fimm saman, við Hilmar, Perla, Aron og Auður Sif og var svo sannarlega mikið hlegið. "Meeeeee", "Tekinn, tekinn......" og "Við skulum sko kynnast soldið betur í kvöld" voru setningar sem að lífguðu svo sannarlega upp á.
Bloggar | Breytt 29.11.2006 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2006 | 01:13
Jahá!
Það er ekki á hverjum degi sem að nakinn bekkjarfélaga til níu ára birtist manni á skjánum, spígsporandi yfir mosa og hraun eins og hann væri Adam í Edengarðinum forðum daga.
Jáh, flest er nú til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar