Ævintýri?

Ég datt í dag inn á bloggsíðu sem að tilheyrir bekkjarsystur minni úr Lækjarskóla. Hún er búin að dvelja í Perú síðan síðasta haust sem skiptinemi og hefur verið dugleg að bralla og lífið og tilveruna í Suður-Ameríku. Skrifin fluttu mig agndofa með gæsahúð frá Íslandi til Perú. Hvílík upplifun og ævintýri. Lýsingar á framandi upplifun og reynslu. Vááá.....
Litla Ísland varð skyndilega svo tómlegt og óspennandi. Blush

Fór í frábæra sólarhringsferð á Akureyri um daginn. Fjórtán hressir krakkar - æðislegur einkarútubílstjóri - mjööög góð stemning - söngkeppni framhaldsskólanna - Aðalgatan = ÆÐI!Grin




 


Vor...

Vorið er að koma. Ég veit það, finn það á mér. Ég vakna í björtu og birtan helst fram yfir kvöldmat. Ég hef enga þolinmæði í að sitja löngum stundum inn í kennslustofu og hlusta á kennarann tala um þunglyndi, stjórnmál 20. aldarinnar á Íslandi og trú og siðferði í íslenskum barnabókum. Allt áhugavert en líkaminn iðar af óþolinmæði. Verð að komast út og taka á móti vorinu.

0D08F61A31A3 


Guttormur?

Ég er að hugsa um að taka hann Styrmi KFUM mann mér til fyrirmyndar og gerast eilífðarstúdent. Ég skemmti mér alveg konunglega í Flensborg. Ég er sérstaklega ánægð með það að Perla hafi endað í Flensborg. Hún lífgar svo sannarlega upp á tilveruna. Svo bara hinir og þessir sem að leynast í þessum frábæra skóla. Menntaskólaárin skemmtilegustu ár lífssins? Já, allavega skemmtileg. Grin


Fyrir þá sem hafa fylgst með Gettu Betur. Er Guttormur í liði MH ekki skuggalega smá líkur Hilmari J?





Blásið um koll?

Þegar ég var minni dvaldi ég stundum viku og viku með fjölskyldunni í sumarbústað. Eitt kvöldið var vont veður, rok og rigning sem að buldi á þakinu. Ég sem hef og hafði allt mitt líf búið í blokk, var mjög hrædd og fannst eins og óveðrið væri í þann veginn að blása húsinu um koll og klófesta mig. Pabbi settist hjá mér og sagði mér frá því hvað honum liði alltaf vel þegar hann heyrði hljóðið í rigningunni á þakinu. Þetta gat ég ómögulega skilið. "Jú Lára", sagði hann, "þegar ég var strákur bjó ég í húsi þar sem ég heyrði þetta hljóð alltaf þegar það var rigning og vont veður. Mér finnst alltaf svo notalegt að heyra það, og vita að ég er inn í hlýjunni, óhultur frá vonda veðrinu."
Ég skildi það ekki þá, en skil það núna og finnst mjög notalegt að kúra mig undir sæng í svona veðri, hlusta á vonda veðrið og horfa á góða mynd.

Um síðustu helgi var ég að kynna. Ég bauð viðskiptavinunum upp á ofurlítil páskaegg að smakka, rétti þeim eitt og eitt með matskeið. Ég gaf mig sérstaklega að litlu börnunum sem sátu í gulu kerrunum, rétti fram skeiðina til að setja í lófann þeirra. Þau opnuðu aftur á móti bara munninn, tilbúin í súkkulaðið. Eitt og eitt greip í skeiðina til að skella upp í sig. Börn eru yndisleg.


Smáatriði

Í góðri bók segir að kannski skipti mestu máli að læra að tengja alla litlu jákvæðu hlutina í lífi manns heldur en að hafa alla stóru hlutina í lagi, hafa allt á réttum stað.  Leggja áherslu á öll þessi litlu smáatriði sem að maður myndi sakna ef að maður missti þá einn daginn. Bros frá góðum vini, faðmlag, lyktin af vorinu, kvöldstund í góðra vina hópi, lasanja með salati, barnasöngur, varðeldur á fallegu sumarkvöldi,......




Lífið

Fjögurra og fimm ára gömul barðist ég af öllum lífs og sálar kröftum fyrir því að þurfa ekki að eyða deginum á gæsluvelli hverfissins. Á veturna dvaldi ég á leikskólanum Álfabergi þar til ég arkaði einn fagran haustdag niður í Lækjarskóla með kassatöskuna mína og stillti mér upp í röðina sem merkt var 101. Árin liðu og þekkingin síast smá saman inn. Sumrin liðu með endalausum handahlaupum og fimleikaæfingum úti í garði, ásamt einni krónu og dimmalimm. Mikið var maður orðinn stór þegar sá dagur rann upp að árgangurinn hélt af stað í skólabúðir í heila viku. Draugagangur, kossaleikir og kvöldvökur lifa í minningunni. Sorgin barði harkalega að dyrum eftir 8.bekk, en lífið hélt áfram.
Rómeó og Júlía í 10.bekk og Landsvirkjun allt sumarið á eftir. Ástin lá einnig í loftinu um sumarið og fyllti hjartað af gleði og magann af fiðrildum. KSS fundirnir og krakkarnir stóðu fyrir sínu. Ferð út á enda Evrópu ásamt fjórhjólatofæru situr fast í minningunni.....



 child_towell

Lifandi vax?

Tíminn flýgur svo sannarlega áfram. Ég skil ekkert í þessu. Á fimmtudag er kominn mars og sumarið er bara rétt handan við hornið. Ég er búin að sækja um vinnu í Vindáshlíð og á leikjanámskeiðum KFUM&K. Fjölskylduferð til Kaupmannahafnar í ágúst og áður en ég veit af rennur sá dagur í desember upp þegar ég verð stúdent!

Á föstudaginn lagði ég leið mína á Safnanótt í góðra vina hópi. Við fórum á sögusýninguna í Perlunni þar sem maður kynnist sögu Íslands í gegnum vaxmyndasýningu. Leikari sem féll alveg inn í eina leikmyndina hræddi næstum úr mér líftóruna og fór ég með hjartað í buxunum niður Laugarveginn og á Þjóðminjasafnið. Þar hittum við fleiri KSS´inga og skoðuðum þetta frábæra og flotta safn. Ótrúlega gaman að gera einu sinni eitthvað annað en kíkja í bíó eða annað.

Síðastliðinn mánuðinn hef ég verið að vinna hjá Fagkynningu. Starf mitt felst í því að bjóða fólki að smakka ákveðna vöru og sannfæra það um það varan eigi heima í innkaupakörfunni þeirra. Þetta er bara hin ágætasta vinna og gaman að spjalla við fólkið í búðunum. Starfsmaður Bónus í Hafnarfirði heilsar mér með setningum eins og "Ég hélt að þú værir bara hætt að elska mig" og "Hvenær kemur heim elskan?". Hann er ágætur.Wink


Hrakfallabálkur....?

Þessi dagur ætlaði sko ekki að takast. Ég byrjaði að því að sofa óþarflega lengi. Þurfti þess vegna að hraða mér upp í skóla, yndislega mygluð og nývöknuð. Ég ákvað nú samt að reyna að taka Pollýönnu á þetta og sjá þetta sem skemmtilega og hressandi hreyfingu með Ipodinn í eyrunum. Nei! Hann tók upp á því að bila eða eitthvað. Skil ekki hvað er að angra hann. Þannig að ég fékk rigninguna, slabbið, rokið og fiskifýlu beint í æð. Woundering

Sálfræðitíminn ætlaði engan endi að taka og í þetta sinn fékk ég skammir frá Guðmundu fyrir að tala of mikið. Perla er komin með nýja tækni sem gerir henni kleift að spjalla við okkur Guðnýju og vera ekki nánast drepin með augnaráði ungfrú Guðmundu.
Í löngu eyðunni minni fór ég heim að sofa. Fékk tvö símtöl, og var annað þeirra frá Perlu sem að var í jarðfræði og skildi ekkert í því afhverju ég var ekki mætt í tímann, og hafði mér greinilega tekist að rugla algjörlega tímanum. Tókst næstum að sofa yfir mig aftur fyrir síðasta tímann.
Mætti svo í vinnunna í Bónus HFJ klukkan hálf fjögur, og þá gekk loksins bara vel. Jújú, fólk var ekkert alveg að fíla þetta heilsumorgunkorn, en mér var nú bara slétt sama.Grin

Það verður spennandi að sjá framlag Íslands í Eurovision þetta árið, en það kemur allt í ljós annað kvöld. Kannski að maður ætti að fara að kynna sér lögin sem eru í forkeppninni....
Svo er bolludagurinn á mánudag. Jáh, bolludagurinn minn verður líka á morgun og á sunnudag. Grin





Á vit ævintýranna...

You'll be in my heart
Said you'll be in my heart
From this day on
Now and forever more...
you'll be in my heart
No matter what they say
you'll be right here in my heart always
Always! always, always....
 ( You´ll be in my heart - Tarzan)

Dagarnir ganga bara sinn vanagang. Mér líður vel. Ég skemmti mér svo vel í skólanum, er bara að hugsa um að yfirgefa hann aldrei, haha... Gaman að grípa í smá vinnu af og til, smá aukapeningur. Var samt að kynna eitthvað heilsufæði um daginn og mátti velja að kynna tvo rétti af fjórum. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að snerta á gráu rækjunum sem lágu þarna og gerðu heiðarlega tilraun til að vera girnilegar, en í staðinn bauð í viðskiptavinunum upp á girnilegan kjúkling og arabískan kalkún. Í búðinni voru tvö bekkjarsystkini úr 10-AKM bekknum í Lækjarskóla að vinna, gaman að fá tækifæri til að spjalla við þau.

Okkar á milli, blað KSS kom út um daginn. Það var ótrúlega gaman að sjá alla vinnuna sem lögð hefur verið í blaðið streyma út af Holtaveginum og vita af þeim í höndum þúsunda unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta blað kostaði blóð, svita og tár...en ég er sátt, það ER fallegt!

Núna um helgina flaug hann Benjamín langt út á hjara veraldar, til LA í Bandaríkjunum. Þar ætlar hann að dvelja ásamt fjölskyldu sinni í einhverja daga. Býst við því að hann muni dvelja allnokkrum tíma í Disney landi, en það er víst þarna nálægt. Spurning hvort að hann muni breytast í Mikka mús þarna úti og koma líka ýkt brúnn heim? Tounge

Ævintýrin bíða rétt handan við hornið. Á ég að kasta mér fram af, láta þau grípa mig og skemmta mér? Læra nýtt tungumál, kynnast nýju fólki, þroskast, verða brún, labba á ströndinni, vinna í öðru landi, borða jarðaber úti í sólinni, týna epli af trjánum, fyllast örvæntingu í brjáluðum tívolítækjum .....og sakna Íslands?

-Lára Halla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband