Ísilagt Eyrarvatn

Jú, föstudagskvöldið er liðið. Eins janúar, febrúar og mars. Wink

Skólamót var frábært. Góður andi í hópnum, yndislegt að vera með vinum sínum, hlægja og grínast. Átti yndislegar stundir úti á ísilögðu Eyrarvatni. Horfði á fjöllin í kring, litlu krúttlegu bústaðina í fjarska og vini mína tiplandi í kringum mig. Hilmar og félagar dunduðu sér við að gata rúmlega 25 sentimetra ísinn. Klöngruðust svo með stóra íshellu upp í fjöru, þvílíkt afrek strákar!
Catan var spilað af miklum móð og rústaði ég Benjamín í póker. Upplifði trylltasta kvöldmatinn minn hingað til á fimmtudeginum. Kristjana stóð sig frábærlega í að auka samheldni innan félagsins með hópsöng og fleiru, Gylfi var heltekinn af smelluparketi, Kristín var sjúklega-uppáþrengjandi-fyndin við að trufla alla þá sem reyndu að stjórna matartímanum og Helga Sif sannfærði litla sál um að hún væri í raun óskaplega hrifin af trúðum. Perla, snilldar leikur!

lára á ísilögðu eyrarvatni

Súkkulaðieggin mín síðan á páskunum bíða mín sum enn hér á skrifborðinu.... "..borðaðu mig, borðaðu mig...". Tja.Tounge´

Vinkona mín hefur eignast litla sál á priki. Minnir mig á alla litlu fuglana sem að ég hef átt í gegnum tíðina. Minningar af litlum krúttum, sitjandi á vísifingri manns eða á öxlinni....Yndiiiislegt!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

jeij, blogg . Takk fyrir frábært skólamót og ég er sko algjörlega sammála þér að leikurinn í kvöldmatnum var snilld, þó ég hafi ekki komist á skrið, hehe. Vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma því inní allar samræður hvað Dorrit væri nú smekkleg og alltaf vel til fara, haha. Þetta mót var æði, og ég er strax farin að hlakka til þess næsta!  það er bara ooof langt í það.

Þú verður svo bara að passa þig þegar Hilmar festir upp gervihnattadiskana, annars er voðinn vís, haha  (sjá síðuna mína til útskýringa:P )

Hildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:25

2 identicon

Hey my beautiful girl!
Ohh já það var snilld upp í Vatnaskógi....Þú stóðst þig nú ekki alveg nógu vel að auglýsa teknókvöld Exos á Brodway ;)
En jæja það fer að styttast í Hlíðina ekki satt!?!?
Það er amk yndislegt veður úti. Spurning um að línuskauta eftir skóla:)
Love you!

Perla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 483

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband