7.11.2007 | 00:41
Bækur
Ég lifði mig algjörlega inn í heim bókanna. Þegar ég las bækurnar um Sossu litlu sólskinsbarn langaði mig alltaf að vera með fléttur, samt ekki rauðar eins og hún var með. Dagdraumarnir fluttu mig til aldamótanna 1900 þar sem ég vingaðist við hana Sólveigu Guðríði á fallegum sumardegi.
Anna í Grænuhlíð var annað tímabil. Hún var málglaður munaðarleysingi, með afar fjörugt ímyndunarafl. Anna litla var líka með fléttur, hún var dugleg að læra og varð seinna kennslukona.
Elíasbækurnar kitluðu hláturtaugarnar, Ævintýrabækur Enid Blyton héldu manni á tánum og Þorgrímur Þráins spilaði fótbolta, nánast í hverri einustu bók. Beverly Grey var bandarísk skólastúlka en Kristín Steinsdóttir rammíslensk. Harry Potter kom skemmtilega á óvart og Guðrún Helgadóttir var góð.
Mig langar sjálfri til að bæta einhverjum bókum í hillur bókasafnanna þegar ég verð aðeins stærri. Sjáum til hvernig það fer. Einhverntíma ætla ég síðan að eignast lítil börn og það verður án efa yndislegt. Ég get ekki að því gert, ég er farin að hlakka til að lesa fyrir litlu angana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 00:40
Fjórar vikur eftir.
Um helgina...
...passaði ég litla bróður og kíkti svo á unglingasamkomu í Fíló þar sem Hilmar passaði upp mixerinn.
...hjálpaði ég til við jól í skókassa í rúma sex klukkutíma.
...fitjaði ég upp á nýrri prjónaflík sem verður vonandi að fallegri húfu
...spilaði ég á spil í góðra vina hóp.
...fór ég upp í Katlagil í fjörtíu og þriggja ára afmæli.
...fór ég á Pizza Hut með fjölskyldunni í tilefni þess að Guðjón "litli" bróðir er 18 ára í dag.
Á miðvikudagskvöld er Eplaball Kvennó. Þar verður góður slatti af KSS'ingum og ætlum við án efa að skemmta okkur ótrúlega vel. Þetta verður æði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 02:28
Birta af himnum ofan
Er byrjuð að skyggnast um eftir vinnu eftir skólann. Ég fann mér eina í dag sem er nokkuð örugg, hafi ég áhuga. Góð laun, fínn vinnutími, ágætt að komast í vinnuna, ekki svo brjáluð vinna. Á samt bara eftir að skoða þetta allt saman betur. Ég hika alls ekki við að spyrja um launin, ég ætla mér nú alls ekki í einhverja sjálfboðavinnu. Nóg er af atvinnu í þessu landi. Er búin að vera dugleg að velta fyrir mér atvinnu þar sem ég hef komið í dag og komst ég að dálítlu athyglisverðu. Afgreiðslumanneskja á bílaskoðunar"verkstæði" er (að öllum líkindum) með hærri laun heldur en deildarstjóri á leikstjóra. Ég má vinna í ÁTVR þrátt fyrir að vera ekki orðin 20 ára, en ég fengi líklega hærri laun á leikskóla. Kannski að ég sæki bara um hjá Exton?
Annars er lífið bara gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 01:15
Vetur í bæ?
Mikið er yndislegt að vera í vetrarfríi. Mæti ekki í skólann aftur fyrr en á miðvikudag. Mér finnst í raun eins og skólinn sé bara alveg að verða búinn. Nóvember alveg að koma, veturinn og smá snjór kominn....og líklegast engin próf. Það er allavega farið að styttast verulega í annan endann á menntaskólanum hjá mér.
Ég held samt að ég sé eitthvað biluð. Jólastemningin er búin að vera á hælunum á mér alla helgina. Þetta er samt ekkert alvarlegt. Ég hef ekki leitað uppi jólalögin og spilað þau af fullum krafti á meðan ég pússa jólakúlurnar og athuga með jólaseríuna. Jólatréð situr enn óáreitt niðrí geymslu, jólakortin eru enn bara tré í Svíþjóð og jólamaturinn er varla kominn í sláturhús. Þetta er bara einhver kerta-vetrarstemning held ég. Aaaah..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 00:46
Flækjur hugans á ógnarhraða
Mér finnst bara ekkert skrýtið að maður geri ekki allt rétt í þessu lífi.
Lífið er stundum bara erfitt. Manni líður ef til vill illa, er þreyttur og illa upplagður til að takast á við daginn. Kannski er kærastinn eða kærastan erfið, foreldrarnir að pirra mann, skólinn að gera út af við þig eða vinnan ekki að gera sig. Mögulega er hjartað þitt fullt af sorg sem vandlega er geymd á bak við lás og slá....og þyngir á róðinum með degi hverjum.
Samfélagið þýtur áfram á ógnarhraða. Ég sit stundum og langar að ýta á pásu um stund. Leyfa hugsununum að hvíla sig um stund og greiða úr flækjunni sem þær hafa myndað.
Ég hef upplifað það undanfarna mánuði að maður kemst langt á væntumþykjunni. Það er yndislegt að elska og vera elskaður til baka. Það er eins og allt gangi aðeins betur.
---------------------------------
Eitt er víst. Það er ekki svo alslæmt að hafa aldrei verið í stjórn KSS....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2007 | 20:49
....
"I think that everybody got their own white horse, and all they do is ride them and eat marshmallows all day. And everybody is best friends with everybody else. And when they play sports there are no teams so nobody get picked last."
"But what if you are afraid to ride horses?"
"It does not matter, because they are not regular horses, they´ve got wings.
And it is not big deal if you fall, cause you just land in cloud."
"That does not sound so bad"......
- My girl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 01:12
Silfurlitað hjarta....
Virðist hafa gleymt þessum heimi hér um stund. Búin að vera að dugleg að skoða önnur blogg í en ekki jafn dugleg að skilja eftir mig fótspor. Ég fór aftur í tímann áðan og skoðaði eldri skrif mín hér. Mér fannst þau bara hreint ekki svo slæm, gaman að rifja upp gamlar minningar. Það hvatti mig líka til að halda áfram að skrifa hér, þó að mér finnist að vísu einmanalegt þegar fáir eiga leið hér hjá.
Veturinn er að ná tökum á okkur. Smá saman kemur Frosti kallinn og litar klakann okkar hvítan. Nebbarnir eru kaldir sem ís og litlir fingur gera sitt besta til að flýja inn í ermarnar. Fallegir svanir synda um á spegilsléttum læknum, en tjörnin við kirkjuna er frosin. Það er eins og heimurinn hiki um stund, í takt við frostið sem herðir á öllu sem fyrir því er.
Þrjú kerti iða í gluggakistunni og gera heiðarlega tilraun til að hlýja mér um hjartarætur. Geislar sólarinnar dansa um í huganum, minningar sem skjóta upp kollinum þegar eldurinn dansar um í glerinu. Úti iða bílarnir, þrátt fyrir að nóttin sé löngu mætt á svæðið.
Silfurlitað hjarta hangir í samlitri keðju um hálsinn minn. Tákn um vináttu, kærleika og ást.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 10:31
Grár og gugginn morgun...
Vetrarstarf KSS er komið á fullt. Kynningarvikurnar að verða búnar, fjölgað hefur í félaginu. Það er ekki svo mikið mál að fá fólk til að mæta, nú er málið að halda því. Haustskólamót er eftir níu daga. Það verður án efa mjög skemmtilegt. Við í ritnefndinni erum búin að gefa út flott kynningarblað sem prentað var í 2000 eintökum og er búið að vera í dreifingu í grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig hófum við útgáfu Snepils, sem við stefnum á að gefa út mánaðarlega sem einskonar fréttabréf KSS.
Líkar? Ekki finnst mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2007 | 22:01
Fiðrildi og latur fíll
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 10:01
Haust
Það er komið haust. Skólinn löngu byrjaður, laufin byrjuð að svífa til jarðar og veðrið orðið hálf leiðinlegt. Maður flýgur ósjálfrátt í huganum aftur í tímann, upp á þak í Vindáshlíð í sólbað eða undir Brúðarslæðu að sulla í fossinum á heitum degi. Þetta sumar var bara best!
Síðan ég kom heim frá Danmörku hef ég byrjað í skólanum, unnið í "nýju" vinnunni minni, eytt tíma með vinum, þjónað í brúðkaupi, fengið nýjasta sköpunarverk ritnefndar KSS í hendurnar, farið á tónleika ásamt mörg þúsund manns á Laugardalsvelli, hlustað á miklar vangaveltur um compressora og mixera, æft mig í að spila Kana og bara notið lífsins eins og það er....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sólargeislinn
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar