Nýtt ár, 2008.

Fjórði dagur árssins 2008 kominn og ég hef nánast bara sofið á þessu ári. Er búin að vera með einhver leiðindi í hálsinum frá því seint á síðasta ári, fékk svo sýklalyf á gamlársdagsmorgun. Hef samt aðeins verið að fikra mig út í ferska loftið, fór í langan bíltúr með Hilmari og já..
Dálítið svekkjandi að eiga að byrja í fyrstu "alvöru" vinnunni sinni 2. janúar, en tilkynna veikindi fyrstu þrjá dagana. Helginni verður eytt í notalegheitum uppi í Ölveri á Nýársnámskeiði KSS, og svo kem ég bara sterk inn á mánudaginn.

Annars voru jólin bara mjög fín. Notalegt að fá loksins að sofa út og borða smá meiri óhollustu en venjulega. Útskriftardagurinn heppnaðist allur mjög vel og er ég sátt. Gaman að setja upp hvítu húfuna og vera ýkt sæt og fín! Gestirnir virtust líka saddir og sælir.

Við fjölskyldan settum persónulegt met á aðfangadag, þegar við fengum sæti NIÐRI í Fríkirkjunni í HFJ. Síðustu jól höfum við annaðhvort staðið eða setið mjög þröngt uppi á kirkjuloftinu, þrátt fyrir að koma rúmlega hálftíma fyrir jólaguðsþjónustuna. Alltaf finnst mér samt jafn notalegt að koma í Fríkirkjuna. Eitthvað hef ég verið þreytt á aðfangadagskvöld.. Ég lagðist aðeins upp í rúm eftir matinn og sofnaði. Litla systir var samt ekki lengi að kippa mér úr draumaheiminum, opnun pakkanna var muuuun mikilvægari!.Wink

Lára_stúdent Lára stúdent!

allur hópurinn_myndsp Allur hópurinn..

Nýársnámskeið 2007 Nýárnámskeið í fyrra. Mér var svo kalt á tánum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólargeislinn

Höfundur

Lára Halla Sigurðardóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • lára á ísilögðu eyrarvatni
  • gilmore%20girls
  • Nýársnámskeið 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 483

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband